Undanþágur frá greiðslu fasteignaskatta og gatnagerðargjalda

Miðvikudaginn 08. mars 2000, kl. 15:38:06 (5078)

2000-03-08 15:38:06# 125. lþ. 75.9 fundur 412. mál: #A undanþágur frá greiðslu fasteignaskatta og gatnagerðargjalda# fsp. (til munnl.) frá félmrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 125. lþ.

[15:38]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Mig langar til að gera smáathugasemd. Ástandið er þannig hjá mörgum sveitarfélögum að tekjustofnar hafa rýrnað mikið vegna fólksflótta af landsbyggðinni. Útsvarstekjur hafa lækkað vegna þess að margt fólk er að flýja út af atvinnuástandi sums staðar úti á landi. Þess vegna tel ég að kominn sé tími til að endurskoða þessa fasteignaskatta. Þessar byggingar eru margar mikilvægar, en margar aðrar eru það einnig. Sérstaklega vil ég nefna orkufyrirtækin sem taka óhemjumikið fjármagn fyrir sína orku, og ég held að það væri allt í lagi að sett yrðu lög um það að þau fyrirtæki greiddu fasteignagjöld eins og mörg önnur fyrirtæki sem hafa tekjur af stöðunni, svo sem útgerðarfyrirtæki og margt annað.