Kjör stjórnenda Fjárfestingarbanka atvinnulífsins

Miðvikudaginn 08. mars 2000, kl. 15:56:01 (5085)

2000-03-08 15:56:01# 125. lþ. 75.11 fundur 404. mál: #A kjör stjórnenda Fjárfestingarbanka atvinnulífsins# fsp. (til munnl.) frá viðskrh., KPál
[prenta uppsett í dálka] 75. fundur, 125. lþ.

[15:56]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Mér finnst mjög langt til seilst þegar verið er að jafna launum yfirmanna Fjárfestingarbanka atvinnulífsins við skipstjóra á togskipum eða á skipum á sjó. Mér finnst einhvern veginn ekki hægt að líkja því saman þegar menn eru að leggja líf sitt í hættu við að ná fiski úr sjó og hins vegar menn sem eru að sýsla með peninga sem eru í rauninni ekki aflafé þeirra. Þeir fengu til sín sjóði sem eru með bestu tryggingu sem hægt er að hafa; Fiskveiðasjóð, Iðnlánasjóð og fleiri sjóði sem er búið að tryggja í öllum helstu atvinnugreinum þjóðarinnar. Og að segja að þetta sé einhver snilld og þar með sé í sjálfu sér eðlilegt að þessir menn hafi milljónatugi í laun aukreitis umfram það sem þeir hafa samkvæmt venjulegum taxta, mér finnst alveg með ólíkindum að geta borið þetta tvennt saman.