Kostnaður við fjarkennslu

Miðvikudaginn 22. mars 2000, kl. 14:45:22 (5639)

2000-03-22 14:45:22# 125. lþ. 85.3 fundur 424. mál: #A kostnaður við fjarkennslu# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., menntmrh. (svar)
[prenta uppsett í dálka] 85. fundur, 125. lþ.

[14:45]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Ég vil endurtaka það sem ég sagði að spurt var hvaða reglur gildi í framhaldsskólum við greiðslu kostnaðar við kaup á áföngum í fjarkennslu sem ekki er unnt að bjóða upp á í heimaskólum. Eins og ég sagði gerir reiknilíkanið ráð fyrir að kostnaður við kaup á áföngum í fjarkennslu sé greiddur með sama hætti og vegna annarrar kennslu. Þetta er sú regla sem ráðuneytið hefur mótað og þetta er sú regla sem ráðuneytið fylgir í skólasamningunum sem gerðir eru við hvern einstakan framhaldsskóla. Þetta er því alveg skýrt af hálfu ráðuneytisins.