Erfðafjárskattur

Mánudaginn 03. apríl 2000, kl. 16:44:34 (5832)

2000-04-03 16:44:34# 125. lþ. 87.5 fundur 360. mál: #A erfðafjárskattur# (yfirstjórn) frv. 18/2000, Frsm. ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 125. lþ.

[16:44]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti allshn. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 83/1984, um erfðafjárskatt, með síðari breytingu.

Hér er í rauninni um formbreytingu að ræða. Þetta er ekki efnisbreyting og þetta frv. er lagt fram í samræmi við þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að flytja mál er varðar álagningu og innheimtu erfðafjárskatts frá félmrn. til fjmrn. þar sem álagning og innheimta skattsins er ekki frábrugðin almennri tekjuöflun ríkissjóðs.

Nefndin mælir með því að frv. verði samþykkt.