Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 21:18:55 (7258)

2000-05-09 21:18:55# 125. lþ. 110.31 fundur 553. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (sauðfjárafurðir) frv. 88/2000, Frsm. meiri hluta HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 125. lþ.

[21:18]

Frsm. meiri hluta landbn. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Með ánægju vil ég segja um leið og ég þakka hv. þm. fyrir hans mál, að ríkisstjórnarmeirihlutinn tekur alveg ábyrgð á þessu máli en hefur hvorki framselt sitt vald né þingsins eins og fram kom í máli hv. þm. Einars Más Sigurðarsonar. Þegar fjárlagafrv. er undirbúið hverju sinni fyrir komandi ár koma alltaf til afgreiðslu fjárln. og þingsins þeir fjármunir sem ætlaðir eru til sauðfjárræktarinnar sem annarra greina og annarra málaflokka. Það er Alþingi sem hefur síðasta orðið og gerir fjárlagafrv. svo að lögum með áorðnum breytingum hverju sinni.