Framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum

Þriðjudaginn 09. maí 2000, kl. 21:20:35 (7260)

2000-05-09 21:20:35# 125. lþ. 110.31 fundur 553. mál: #A framleiðsla, verðlagning og sala á búvörum# (sauðfjárafurðir) frv. 88/2000, Frsm. meiri hluta HjálmJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 125. lþ.

[21:20]

Frsm. meiri hluta landbn. (Hjálmar Jónsson) (andsvar):

Herra forseti. Ef aðstæður breytast svo mjög á samningstímanum að gera þarf breytingar þá er það að sjálfsögðu nokkuð sem Alþingi hefur fullt vald á að gera. Það er verið að gera samning til langs tíma og það getur alltaf átt sér stað að breytingar verði. Ef svo er þá þurfa bændur eða Bændasamtök Íslands að meta hvort forsendur samningsins séu brostnar eða ekki. En það er ekkert annað í hugum manna í dag en að standa við þennan samning og allir eru alls óhræddir við að lögfesta hann.