Varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 13:56:12 (7571)

2000-05-12 13:56:12# 125. lþ. 117.1 fundur 405. mál: #A varnarsamstarf Íslands og Bandaríkjanna# frv. 82/2000, SighB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[13:56]

Sighvatur Björgvinsson:

Herra forseti. Við í Samfylkingunni styðjum þá stefnu að íslensk kaupskip skuli vera mönnuð íslenskum áhöfnum, ekki síst þau kaupskip sem stunda reglulegar áætlunarsiglingar. Hér er um að ræða að setja sambærileg ákvæði í lög gagnvart íslenskum kaupskipum sem stunda flutninga fyrir varnarliðið yfir Atlantshafið eins og eru í bandarískum ákvæðum um bandarísk skip sem flytja sama varning að sínum hluta til. Það er eðlilegt að sambærileg ákvæði séu í gildi í báðum tilvikum og því styðjum við þessa tillögu.