Þingmannamál til umræðu

Föstudaginn 12. maí 2000, kl. 17:17:54 (7622)

2000-05-12 17:17:54# 125. lþ. 117.93 fundur 533#B þingmannamál til umræðu# (um fundarstjórn), Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 125. lþ.

[17:17]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Vegna þessara athugasemda vill forseti taka það fram að í þingsköpum segir að lagafrumvarp sem útbýtt er sex mánuðum eftir þingsetningu verða því aðeins tekin á dagskrá að meiri hluti þingmanna samþykki það. Greidd voru atkvæði um þetta tiltekna mál klukkan hálftvö í dag, hvort ætti að taka það á dagskrá, og það var samþykkt með yfirgnæfandi meiri hluta atkvæða í þingsalnum. Það er því ekki við forseta að sakast heldur þingheim.