Dreifð eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum

Mánudaginn 11. október 1999, kl. 18:08:26 (357)

1999-10-11 18:08:26# 125. lþ. 6.4 fundur 6. mál: #A dreifð eignaraðild að viðskiptabönkum og öðrum lánastofnunum# (breyting ýmissa laga) frv., forsrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 6. fundur, 125. lþ.

[18:08]

Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar):

Herra forseti. Það kom á daginn að sparisjóðirnir áttu það ekki heldur eingöngu Kaupþing. Háttvirtur þingmaður virðist því hafa verið jafnsaklaus og ég í þessum efnum. Ég vek athygli á því að ef sparisjóðirnir, samkvæmt þeim reglum sem nú eru, hefðu átt þessi bréf hver fyrir sig, þá væri ekki talið að þar væri um skyldan aðila að ræða. En þegar kominn var einn aðili sem sparisjóðirnir áttu að vísu 100%, einn aðili skyldur sjálfum sér væntanlega, þá var það kominn í þann hlut sem sannfærði mig um að þróunin væri mjög óæskileg. Reyndar kom á daginn að það væri ekki Kaupþing heldur Scandinavian Holdings, skrásett í Lúxemborg eins og nú er í tísku.