Ferill 257. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 324  —  257. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um fullgildingu bráðabirgðasamnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Frelsissamtaka Palestínu (PLO) fyrir hönd Þjóðarráðs Palestínu.

(Lögð fyrir Alþingi á 125. löggjafarþingi 1999–2000.)


    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd bráðabirgðasamning milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og Frelsissamtaka Palestínu (PLO) fyrir hönd Þjóðarráðs Palestínu sem undirritaður var í Leukerbad 30. nóvember 1998.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á bráðabirgðasamningi milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Frelsissamtaka Palestínu fyrir hönd Þjóðarráðs Palestínu (hér eftir nefnt PLO), sem undirritaður var í Leukerbad 30. nóvember 1998. Meginmál samningsins er prentað sem fylgiskjal I með þingsályktunartillögu þessari, I. viðauki er prentaður sem fylgiskjal II og II. viðauki sem fylgiskjal III. Tvíhliða landbúnaðarsamningur Íslands og PLO er prentaður sem fylgiskjal IV með tillögunni.
    Viðræður við PLO hófust í kjölfar undirritunar samstarfsyfirlýsingar EFTA og PLO í Genf í desember 1996. Tilgangurinn með gerð bráðabirgðasamningsins við PLO er hluti af því ferli að tryggja jafnvægi milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsríkjanna í viðskiptum við löndin við sunnanvert Miðjarðarhaf. Þá er samningurinn mikilvægur hlekkur í stuðningi við hið pólitíska ferli sem nú á sér stað í tengslum við friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. Einnig vilja EFTA-ríkin taka þátt í þeirri viðleitni Evrópusambandsins að stuðla að stjórnmálalegum stöðugleika og atvinnuþróun í löndunum við sunnanvert Miðjarðarhaf í því skyni að skapa eitt allsherjar fríverslunarsvæði milli Evrópusambandsríkjanna og EFTA- ríkjanna annars vegar og Miðjarðarhafslandanna hins vegar eigi síðar en árið 2010. Gerð fríverslunarsamnings milli EFTA-ríkjanna og PLO er skref í þessa átt.
    Á þessum áratug hafa EFTA-ríkin lokið gerð fríverslunarsamninga við 14 ríki. EFTA- ríkin gera fríverslunarsamninga við ríki utan Evrópu á grundvelli ákvörðunar sem tekin var á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Bergen í júní 1995. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun ráðherrafundarins var að tryggja að fyrirtæki í EFTA-ríkjum nytu ekki verri kjara en fyrirtæki í ríkjum Evrópusambandsins í viðskiptum sínum við fyrirtæki í viðkomandi landi. Einnig vildu EFTA-ríkin leggja sitt af mörkum til þess að bæta efnahagslegt umhverfi í ríkjum innan sem utan Evrópu. Í beinum tengslum við það hafa EFTA-ríkin einbeitt sér að gerð fríverslunarsamninga við ríki Norður-Afríku og Mið-Austurlanda á undanförnum árum. Fríverslunarsamningurinn við PLO er annar í röð slíkra samninga, á eftir samningnum við Marokkó, sem lokið hefur verið við í þeirri lotu. Samningaviðræður um fríverslunnarsamning standa nú yfir við Túnis, Kýpur og Jórdaníu og stefnt er að því að ljúka þeim á næstu mánuðum. EFTA-ríkin hafa einnig hafið fríverslunarviðræður við Egyptaland sem verður framhaldið nú í vetur. Þá hefur verið unnið að gerð samstarfsyfirlýsingar við Samstarfsráð Persaflóaríkja (Gulf Co-operation Council), en að því standa Bahrain, Kúveit, Óman, Sameinuðu arabísku furstadæmin, Saudi-Arabía og Katar. Yfirlýsingin býður nú undirritunar.
    Bráðabirgðasamningurinn við PLO er hliðstæður öðrum fríverslunarsamningum sem EFTA-ríkin hafa gert. Meginfyrirmyndir þessa samnings eru fríverslunarsamningar EFTA- ríkjanna við Eystrasaltsríkin sem undirritaðir voru í desember 1995 og fullgiltir í febrúar 1996. Samningurinn fjallar eins og aðrir fríverslunarsamningar m.a. um meðferð tolla og samsvarandi gjalda, upprunareglur og samvinnu um tollaframkvæmd, ríkiseinokun, tæknilegar reglugerðir, greiðslur og yfirfærslur, opinber innkaup, vernd hugverka, samkeppni fyrirtækja, ríkisaðstoð, undirboð og erfiðleika vegna greiðslujafnaðar.
    Samningurinn er gerður til bráðabirgða eins og heiti hans gefur til kynna og verður endurskoðaður í ljósi þróunar friðarumleitana fyrir botni Miðjarðarhafs og í samhengi við yfirfærslu á auknu stjórnvaldi til Þjóðarráðs Palestínu í framtíðinni. Þá stefna aðildarríkin að því að hefja viðræður eins fljótt og auðið er við Egyptaland, Ísrael og Jórdaníu í því skyni að ná samkomulagi um stighækkandi uppsöfnunarkerfi hvað varðar upprunareglur í viðskiptum ríkjanna. Slíkt samkomulag myndi hafa í för með sér tækifæri fyrir frekari þróun fríverslunar á milli aðildarríkjanna annars vegar og innan svæðisins í heild hins vegar.
    Samningurinn kveður á um fríverslun milli EFTA-ríkjanna og PLO með iðnaðarvörur (upptaldar í 25.–97. kafla tollskrárinnar), fisk og aðrar sjávarafurðir og unnar landbúnaðarvörur. Fjallað er um verslun með óunnar landbúnaðarvörur í tvíhliða samningum á milli einstakra EFTA-ríkja og PLO. Þá hafa EFTA-ríkin skuldbundið sig til þess að veita PLO tæknilega aðstoð við kynningu og framkvæmd samningsins. Samningurinn felur í sér að frá og með gildistöku hans fella EFTA-ríkin og PLO niður alla innflutningstolla og gjöld á iðnaðarvörum sem upprunnar eru í aðildarríkjum samningsins.
    Í II. viðauka við bráðabirgðasamninginn skuldbinda EFTA-ríkin og PLO sig til að fella niður alla tolla og samsvarandi gjöld á sjávarafurðir. Þó er tekið mið af því í samningnum að PLO er bundið af Parísarsamningnum (the Paris Protocol) við Ísrael hvað varðar sjálfstæðar ákvarðanir um viðskipti með fisk og aðrar sjávarafurðir. Það er því sameiginlegur skilningur samningsaðila að allar breytingar á fríverslunarsamningi EFTA og Ísraels, hvað varðar viðskipti með fisk og aðrar sjávarafurðir, muni gilda um verslun milli aðildarríkjanna þar til PLO hefur öðlast fullt stjórnfrelsi í þeim málum. Frá og með 1. janúar 2000 njóta EFTA-ríkin 600 tonna tollfrjáls kvóta á þeim sjávarafurðum sem PLO hefur heimild til að leggja tolla á. Þessi kvóti hækkar um 300 tonn árlega, þar til fyrsta janúar 2004 þegar allir tollar á þessum vörum verða felldir niður. PLO skuldbindur sig hinsvegar til þess að fella niður alla tolla og samsvarandi gjöld á sjávarafurðum eins fljótt og aðstæður leyfa, þ.e.a.s við fullt sjálfsforræði Palestínumanna. Nánar er fjallað um skilning aðildarríkjanna á fríverslun með fisk í sameiginlegri bókun sem birt er með þessum samningi.
    Viðskipti Íslendinga og Palestínumanna hafa ekki verið mikil að vöxtum og ekki eru til neinar skilgreindar tölulegar upplýsingar um þau viðskipti enn sem komið er.



Fylgiskjal I.


Bráðabirgðasamningur milli ríkja Fríverslunarsamtaka


Evrópu og Frelsissamtaka Palestínu (PLO) fyrir hönd


Þjóðarráðs Palestínu.




(Texti er ekki til tölvutækur.)




Fylgiskjal II.


I. viðauki sem um getur í a-lið 2. gr.


Vörur sem falla ekki undir samninginn.






(Texti er ekki til tölvutækur.)







Fylgiskjal III.


II. viðauki sem um getur í c-lið 2. gr.


Fiskur og aðrar sjávarafurðir.





(Texti er ekki til tölvutækur.)



Fylgiskjal IV.



Landbúnaðarsamningur milli lýðveldisins Íslands og
PLO fyrir hönd palestínskra yfirvalda


    Ríkisstjórn lýðveldisins Íslands (hér eftir nefnt Ísland) og PLO fyrir hönd palestínskra yfirvalda (hér eftir nefnd palestínsk yfirvöld) hafa orðið ásátt um eftirfarandi:


1. gr.

    Ísland skal veita tollalækkanir á framleiðsluvörum sem eru upprunnar á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu og tilgreindar í I. viðauka við þennan samning.

2. gr.

    Upprunareglur til framkvæmdar tollalækkunum í I. viðauka við þennan samning er að finna í II. viðauka við þennan samning.

3. gr.

    Ísland og palestínsk yfirvöld lýsa sig reiðubúin til að stuðla að vísindalegri og tæknilegri samvinnu í landbúnaði og á skyldum sviðum á grundvelli gagnkvæmra hagsmuna. Samvinnan getur falist í sameiginlegum verkefnum, skiptum á upplýsingum og skjölum, sérfræðingaskiptum auk sameiginlegrar skipulagningar málþinga og námskeiða um landbúnað.

4. gr.

    I. og II. viðauki við þennan samning eru órjúfanlegur hluti samningsins.

5. gr.

    Samningsaðilar lýsa sig reiðubúna til að stuðla að samræmdri þróun í viðskiptum með landbúnaðarvörur innan rammra stefnu sinnar í landbúnaðarmálum og alþjóðlegra skuldbindinga. Aðilarnir munu endurskoða reglulega þróun í viðskiptum sínum með landbúnaðarafurðir. Enn fremur skulu aðilarnir hafa tafarlaust samráð ef upp koma erfiðleikar í viðskiptum þeirra með landbúnaðarafurðir og leitast við að finna heppilega lausn á þeim.

6. gr.

     1.      Sameiginlega nefndin skal hafa eftirlit og umsjón með framkvæmd þessa samnings.
     2.      Í sameiginlegu nefndinni skulu vera fulltrúar Íslands annars vegar og fulltrúar palestínskra yfirvalda hins vegar. Hún skal halda fundi þegar tilefni gefast og er hvorum aðila um sig heimilt að fara fram á að boðað verði til fundar.
     3.      Sameiginlega nefndin hefur ein heimild til að breyta viðaukunum við þennan samning.

7. gr.

    Samningurinn öðlast gildi um leið og samningur EFTA-ríkjanna og palestínskra yfirvalda eða skal beitt til bráðabirgða frá sama degi og þeim samningi.

8. gr.

    Samningurinn gildir þar til samningur milli EFTA-ríkjanna og palestínskra yfirvalda fellur úr gildi.

    ÞESSU TIL STAÐFESTU hafa undirritaðir, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað samning þennan.

    GJÖRT í Leukerbad hinn 30. nóvember 1998 í tveimur frumritum á ensku.


    Fyrir lýðveldið Ísland
Fyrir PLO fyrir hönd
palestínskra yfirvalda





Viðauki I.


Landbúnaðarafurðir undanþegnar tollum.


0409 0000     Náttúrlegt hunang
0708     Belgávextir, með eða án hýðis, nýir eða kældir:
0708 2000     - Belgaldin (Vigna spp., Phaseolus spp.)
0710    Matjurtir (ósoðnar eða soðnar með gufu eða í vatni), frystar:
    Belgávextir, með eða án hýðis:
0710 2100    – Ertur (Pisum sativum)
0710 2200    – Belgaldin (Vigna spp., Phaseolus spp.)
0711    Matjurtir, varðar skemmdum til bráðabirgða (t.d. með brennisteinstvíildisgasi, saltlegi, brennisteinssýrlingi eða öðrum verndandi upplausnum), en óhæfar í því ástandi til manneldis:
0711 1000    – Laukur
0711 2000    – Ólífur
0713    Þurrkaðir belgávextir, afhýddir, einnig flysjaðir eða klofnir:
0713 2000    – Hænsnabaunir (garbanzos)
    Belgbaunir (Vigna spp., Phaseolus spp.):
0713 3100    – Belgbaunir af tegundinni Vigna mungo (L.) Hepper eða Vigna radiata (L.) Wilczek
0713 4000    – Linsubaunir
0713 5000    – Breiðbaunir (Vicia faba var. major) og hestabaunir (Vicia faba var. equina, Vicia faba var. minor)
0802    Aðrar hnetur, nýjar eða þurrkaðar, einnig afhýddar eða flysjaðar:
    – Möndlur:
0802 1100    – Í hýði
0802 1200    – Afhýddar
0803 0000    Bananar, þar með taldir mjölbananar, nýir eða þurrkaðir
0805    Sítrusávextir, nýir eða þurrkaðir:
0805 1000    – Appelsínur
0805 4000    – Greipaldin
0806    Vínber, ný eða þurrkuð:
0806 1000    – Ný
0809    Apríkósur, kirsuber, ferskjur (þar með taldar nektarínur), plómur og þyrniplómur, nýtt:
0809 1000    – Apríkósur
0809 4000    – Plómur og þyrniplómur
0810    Aðrir ávextir, nýir:
0810 1000    – Jarðarber
0814 0000    Hýði af sítrusávöxtum eða melónum
0910    Engifer, safran, túrmerík (curcuma), tímían, lárviðarlauf, karrí og annað krydd:
0910 1000    – Engifer
0910 9900    – Annars
1302 2000    Pektínefni, pektínöt og pektöt
1507    Sojabaunaolía og þættir hennar, einnig hreinsað en ekki efnafræðilega umbreytt:
1507 1000    – Hrá olía
1507 9010    – Annars
1509    Ólífuolía og þættir hennar, einnig hreinsað en ekki efnafræðilega umbreytt:
1509 1000    – Ólífuolía, hrá
1509 9000    – Ólífuolía, annars
1512    Olía úr fræi sólblóma, körfublóma eða baðmullar og þættir hennar, einnig hreinsað en ekki efnafræðilega umbreytt:
1512 1100    – Olía úr fræi sólblóma, hrá
1512 1910    – Þættir – bræðslugildi hærra en sólblóms
1515    Önnur órokgjörn jurtafeiti og -olía (þar með talin jójóbaolía) og þættir hennar, einnig hreinsað en ekki efnafræðilega umbreytt:
1515 1100    – Línolía, hrá
1515 6000    – Jójóbaolía
1515 9000    – Annað
1516    Feiti eða olíur úr dýra- eða jurtaríkinu og þættir þeirra, hert að fullu eða að hluta, víxlesterað, enduresterað eða elaídínerað, einnig hreinsað en ekki frekar unnið:
1516 1001    – Feiti og olíur úr fiski og sjávarspendýrum og efnisþættir þeirra, enduresterað
1516 2000    – Jurtafeiti og -olíur:
1604    Fiskur, unninn eða varinn skemmdum; styrjuhrogn og eftirlíkingar þeirra:    
1604 1100    – Laxfiskur
1604 2010    – Annar fiskur, varinn skemmdum, þyngri en 3 kg
2005    Aðrar matjurtir, unnar eða varðar skemmdum á annan hátt en með ediki eða ediksýru, ófrystar:
2005 4000    – Ertur (Pisum sativum)
2005 5100    – Belgaldin, afhýdd
2005 6000    – Sperglar
2005 7000    – Ólífur
2006    Matjurtir, ávextir, hnetur, ávaxtahýði og aðrir plöntuhlutar, varið skemmdum með sykri (gegndreypt, gljásykrað eða kristallað):
2007    Sulta, ávaxtahlaup, mauk, ávaxta- eða hnetudeig, soðið, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætuefni:
2007 1000    – Jafnblönduð framleiðsla
    – Annað:
2007 9100    – Sítrusávextir
2007 9900    – Annars
2008    Ávextir, hnetur og aðrir ætir plöntuhlutar, unnið eða varið skemmdum á annan hátt, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætuefni eða áfengi, ót.a.:
    – Hnetur, jarðhnetur og önnur fræ, einnig blandað saman:
2008 1100    – Jarðhnetur
2008 1900    – Annað, þar með taldar blöndur
    Sítrusávextir:
2008 3001    – Ávaxtasúpur og -grautar
2008 3009    – Aðrir
    Apríkósur:
2808 5001    – Ávaxtasúpur og -grautar
2008 5009    – Aðrar
    Kirsuber:
2008 6009    – Önnur
    Ferskjur:
2008 7001    – Ávaxtasúpur og -grautar
2008 7009    – Aðrar
    Jarðarber:
2008 8001    – Ávaxtasúpur og -grautar
2008 8009    – Önnur
2008 9201    – Ávaxtasúpur og -grautar
2008 9209    – Aðrar
    Annars:
2008 9901    – Ávaxtasúpur og -grautar
2008 9909    – Annað
2009    Ávaxtasafi (þar með talið þrúguþykkni) og matjurtasafi, ógerjaður og án viðbætts áfengis, einnig með viðbættum sykri eða öðru sætuefni:
    Appelsínusafi:
    Frystur:
2009 1101    – Ógerjaður og ósykraður, í 50 kg umbúðum eða stærri
2009 1109    – Annar
    Annar:
2009 1901    – Ógerjaður og ósykraður, í 50 kg umbúðum eða stærri
2009 1909    – Annars
    Greipaldinsafi:
2009 2001    – Ógerjaður og ósykraður, í 50 kg umbúðum eða stærri
2009 2009    – Annar
    Safi úr hvers konar öðrum sítrusávöxtum:
2009 3001    – Ógerjaður og ósykraður, í 50 kg umbúðum eða stærri
2009 3009    – Annar
    Tómatsafi:
2009 5001    – Ógerjaður og ósykraður, í 50 kg umbúðum eða stærri
2009 5009    – Annar
    Þrúgusafi (þar með talið þrúguþykkni):
2009 6001    – Ógerjaður og ósykraður, í 50 kg umbúðum eða stærri
2009 6009    – Annar
    Eplasafi:
2009 7001    – Ógerjaður og ósykraður, í 50 kg umbúðum eða stærri
2009 7009    – Annar
2009 80    Safi úr hvers konar öðrum ávöxtum eða matjurtum:
2009 8001    – Ógerjaður og ósykraður, í 50 kg umbúðum eða stærri
2009 8009    – Annar
    Safablöndur:
2009 9001    – Ógerjaður og ósykraður, í 50 kg umbúðum eða stærri
2009 9009    – Aðrar



Viðauki II.


Upprunareglur.

     1.      1)    Við framkvæmd samnings þessa telst framleiðsluvara upprunnin á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu ef hún er fengin þar að öllu leyti.
                  2)      Eftirfarandi skal talið að öllu leyti fengið á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu:
                      a)      vörur úr jurtaríkinu sem þar eru ræktaðar;
                      b)      lifandi dýr sem þar eru borin og alin;
                      c)      afurðir lifandi dýra sem þar eru alin;
                      d)      vörur sem þar eru framleiddar eingöngu úr þeim framleiðsluvörum          sem tilgreindar eru í a–c-lið.
                  3)      Ekki skal taka tillit til efna og íláta til pökkunar, sem fylgja framleiðsluvöru, þegar ákvarða skal hvort hún er fengin að öllu leyti og ekki er nauðsynlegt að ákvarða hvort slík efni og ílát til pökkunar séu upprunavara eða ekki.
     2.      Þrátt fyrir 1. mgr. skulu framleiðsluvörur, sem um getur í 1. og 2. dálki skrárinnar í viðbæti við þennan viðauka og fengnar eru á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu og í eru notuð efni sem eru ekki fengin þar að öllu leyti, einnig teljast uppruna-vörur á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu, að því tilskildu að skilyrðunum í 3. dálki um aðvinnslu slíkra efna hafi verið fullnægt.
     3.      1)    Sú fríðindameðferð sem kveðið er á um í samningnum gildir einungis um               framleiðsluvörur sem eru fluttar beint frá Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu til Íslands án þess að fara um yfirráðasvæði annars lands. Hins vegar má flytja framleiðsluvörur, sem eru upprunnar á Vesturbakkanum og Gaza-svæðinu, í einni óskiptri vörusendingu um önnur yfirráðasvæði en Vesturbakkann og Gaza-svæðið eða Ísland vegna umfermingar eða bráðabirgðageymslu á þeim yfirráðasvæðum, að því tilskildu að vörurnar hafi verið undir eftirliti tollyfirvalda í landinu þar sem umfermingin eða geymslan átti sér stað, ekki sé verslað með þær í þeim löndum eða þær afhentar til einkanota þar og ekki hlotið aðra meðferð en affermingu, endurfermingu eða meðferð sem miðar að því að forða þeim frá skemmdum.
               2)      Sannanir um að skilyrðunum, sem um getur í 1. mgr., hafi verið fullnægt skulu lagðar fyrir tollyfirvöld á Íslandi í samræmi við viðeigandi ákvæði bókunar B við fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og palestínskra yfirvalda.
     4.      Upprunarvörur í skilningi þessa viðauka skulu við innflutning til Íslands njóta hags af þessum samningi þegar EUR.1-flutningsskírteini eða yfirlýsing á vörureikningi hefur verið lögð fram, útgefin eða útbúin í samræmi við viðeigandi ákvæði bókunar B við fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og palestínskra yfirvalda.
     5.      Ákvæði um sönnun á uppruna og fyrirkomulag á samvinnu stjórnvalda í bókun B við fríverslunarsamning EFTA-ríkjanna og palestínskra yfirvalda gilda að breyttu breytanda.

     6.      Ákvæði eða samþykktar yfirlýsingar í fríverslunarsamningi EFTA-ríkjanna og palestínskra yfirvalda er varða bann við endurgreiðslu á eða undanþágum frá tollum skulu gilda að breyttu breytanda um framleiðsluvörur sem falla undir þennan tvíhliða landbúnaðarsamning.

Viðbætir við II. viðauka.

    Skrá yfir framleiðsluvörur, sem um getur í 2. mgr. og falla undir önnur skilyrði en þau að framleiðsluvörur skuli vera fengnar að öllu leyti.

Tafla.

(Taflan er ekki til tölvutæk.)




Fylgiskjal V.



INTERIM AGREEMENT BETWEEN THE EFTA STATES
AND
THE PLO FOR THE BENEFIT OF THE PALESTINIAN AUTHORITY



Preamble.

(Texti er ekki til tölvutækur.)



RECORD OF UNDERSTANDING RELATING TO THE INTERIM AGREEMENT
BETWEEN THE EFTA STATES AND THE PLO FOR THE BENEFIT
OF THE PALESTINIAN AUTHORITY


(Texti er ekki til tölvutækur.)

ANNEX I

(Texti er ekki til tölvutækur.)

ANNEX II

(Texti er ekki til tölvutækur.)


Agricultural Protocol between the Republic of Iceland and the PLO
for the benefit of the Palestinian Authority.


    The Government of the Republic of Iceland (hereinafter referred to as Iceland) and the PLO for the benefit of the Palestinian Authority (hereinafter referred to as the Palestinian Authority) have agreed as follows:

Article 1

    Iceland shall grant for products, originating in the West Bank and the Gaza Strip, the tariff reductions specified in Annex I to this Protocol.

Article 2

    The rules of origin for the purpose of implementing the tariff reductions specified in Annex I to this Protocol are set out in Annex II to this Protocol.

Article 3

    Iceland and the Palestinian Authority are ready to promote scientific and technical cooperation in agriculture and related fields on the basis of mutual interests. This cooperation may consist of joint ventures, the exchange of information and documentation, the exchange of experts as well as joint organization of seminars and agricultural workshops.

Article 4

    Annexes I and II to this Protocol shall constitute an integral part of this Protocol.

Article 5

    The Parties to this Protocol declare their readiness to foster, on a reciprocal basis, the harmonious development of trade in agricultural products within the framework of their respective agricultural policies and international obligations. The Parties will periodically review the development of their trade in agricultural products. Futhermore, should any difficulty emerge concerning their trade in agricultural products, the Parties shall hold consultations without delay and endeavour to find an appropriate solution.

Article 6

     1.      The implementation of the Protocol shall be supervised and administered by a Joint Committee.
     2.      The Joint Committee shall consist of representatives of Iceland on the one hand and of representatives of the Palestinian Authority on the other. It shall meet whenever necessary and each Party may request that a meeting be held.
     3.      Only the Joint Committee may decide to amend the Annexes to this Protocol.

Article 7

    The Protocol shall enter into force on the date of entry into force of the Agreement between the EFTA States and the Palestinian Authority or be applied provisionally from the same date as the Agreement.

Article 8

    The Protocol shall remain in force until the expiration of the Agreement between the EFTA States and the Palestinian Authority.

    IN WITNESS WHEREOF, the undersigned, being duly authorized thereto, have signed the present Protocol.

    DONE at Leukerbad on 30th November 1998, in two authentic originals in the English language.

    For the Government of
    the Republic of Iceland

For the PLO for the benefit
of the Palestinian Authority



Annex I.


Agricultural products exempted from custom duties.


0409 0000    Natural Honey
0708    Leguminous vegetables, shelled or unshelled, fresh or chilled:
0708 2000    – Beans (vigna spp., Phaseolus spp.)
0710    Vegetables (uncooked or cooked by steaming or boiling in water), frozen:
    Leguminous vegetables, shelled or unshelled:
0710 2100    –Peas (Pisum sativum)
0710 2200    – Beans (Vigna spp., Phaseolus spp.)
0711    Vegetables provisionally preserved (for example, by sulphur dioxide gas, in brine, in sulphur water or in other preservative solutions), but unsuitable in that state for immediate consumption:
0711 1000    – Onions
0711 2000    – Olives
0713    Dried leguminous vegetables, shelled, whether or not skinned or split:
0713 2000    – Chickpeas (garbanzos)
    Beans (Vigna spp., Phaseolus spp.):
0713 3100    – Beans of the species Vigna Mungo (L.) Hepper or Vigna
    radiata (L.) Wilczek
0713 4000    – Lentils
0713 5000    – Broad beans (Vicia faba var. major) and horse beans
    (Vicia faba var. equina, Vicia faba var. minor)
0802    Other fruit, fresh or dried whether or not shelled or peeled:
    – Almonds:0802 1100
    – In shell
0802 1200    – Shelled
0803 0000    Bananas, including plantains, fresh or dried
0805    Citrus fruit, fresh or dried
0805 1000    – Oranges
0805 4000    – Grapefruit
0806    Grapes, fresh or dried
0806 1000    – Fresh
0809    Apricots, cherries, peaches (including nectarines), plums and sloes, fresh:
0809 1000    – Apricots
0809 4000    – Plums and sloes
0810    Other fruit, fresh:
0810 1000    – Strawberries
0814 0000    Peel of Citrus or Melons
0910    Ginger, saffron, turmeric (curcuma), thyme, bay leaves, curry and other spices:
0910 1000    – Ginger
0910 9900    – Other
1302 2000    Pectic substances, pectinates, pectates
1507    Soya-bean oil and its fractions, whether or not refined, but not chemically modified:
1507 1000    – Soya-bean oil, crude
1507 9010    – Other
1509    Olive oil and its fractions, whether or not refined, but not chemically modified:
1509 1000    – Olive oil, virgin
1509 9000    – Olive oil, other
1512    Sunflower-seed, safflower or cotton-seed oil and fractions thereof, whether or not refined, but not chemically modified:
1512 1100    – Sunflower-seed oil, crude
1512 1910    – Fractions-melting point higher that sunflower
1515    Other fixed vegetable fats and oils (including jojoba oil) and their fractions, whether or not refined, but not chemically modified:
1515 1100    – Linseed oil, crude
1515 6000    – Jojoba oil
1515 9000    – Other
1516    Animal or vegetable fats and oils and their fractions, partly or wholly hydrogenated, inter-esterified, re-esterified or elaidinised, whether or not refined, but not further prepared:
1516 1001    – Fats and oils and their fractions obtained from fish and
    marine mammals, re-esterified
1516 2000    – Vegetable fats and oils
1604    Prepared or preserved fish; caviar and caviar substitutes prepared from fish eggs:
1604 1100    – Salmon
1604 2010    – Other preserved fish cont. more than 3 kg
2005    Other vegetables prepared or preserved otherwise than by vinegar or acetic acid, not frozen:
2005 4000    – Peas (Pisum sativum)
2005 5100    – Beans, shelled
2005 6000    – Asparagus
2005 7000    – Olives
2006    Fruit, nuts fruit-peel and other parts of plants, preserved by sugar (drained, glace or crystallized)
2007    Jams, fruit jellies, marmalades, fruit or nut puree and fruit or nut pastes, being cooked preparations, whether or not containing added sugar or other sweetening matter:
2007 1000    – Homogenized preparations
    – Other:
2007 9100    – Citrus fruit
2007 9900    – Other
2008    Fruit, nuts and other edible parts of plants, otherwise prepared or preserved, whether or not containing added sugar or other sweetening matter or spirit, not elsewhere specified or included: Nuts, ground-nuts and other seeds, whether or not mixed together:
2008 1100    – Ground-nuts
2008 1900    – Other, including mixtures
    Citrus fruit:
2008 3001    – Citrus fruit soups and porridge
2008 3009    – Other
    Apricots:
2808 5001    – Apricot soups and porridge
2008 5009    – Other
    Cherries:
2808 6009    – Other
    Peaches:
2808 7001    – Peach soups and porridge
2008 7009    – Other
    Strawberries:
208 8001    – Strawberry soups and porridge
2008 8009    – Other
2008 9201    – Soups and porridge of fruits
2008 9209    – Other
    Other:
2008 9901    – Soups and porridge or fruits
2008 9909    – Other
2009    Fruit juices (including grape must) and vegetable juices, unfermented and not containing added spirit, whether or not containing added sugar or other sweetening matter:
    Orange juice:
    Frozen:
2009 1101    – Unfermented and not containing sugar, in containers of 50 kilos or more
2009 1109    – Other
    Other:
2009 1901    – Unfermented and not containing sugar in containers of 50 kilos or more
2009 1909    – Other
    Grapefruit juice:
2009 2001    – Unfermented and not containing sugar, in containers of
    50 kilos or more
2009 2009    – Other
    Juice or any other single citrus fruit:
2009 3001    – Unfermented and not containing sugar in containers of 50 kilos or more
2009 3009    – Other
    Tomato juice:
2009 5001    – Unfermented and not containing sugar, in containers of
    50 kilos or more
2009 5009    – Other
    Grape juice (including grape must):
2009 6001    – Unfermented and not containing sugar, in containers of
    50 kilos or more
2009 6009    – Other
    Apple juice:
2009 7001    Unfermented and not containing sugar, in containers of
    50 kilos or more
2009 7009    – Other
2009 80    Juice of any other single fruit or vegetable:
2009 8001    – Unfermented and not containing sugar, in containers of
    50 kilos or more
2009 8009    – Other
    Mixtures of juices:
2009 9001    – Unfermented and not containing sugar, in containers of
    50 kilos or more
2009 9009    – Other


Annex II.

Rules of origin.


     1.      (1)    For the purpose of implementing this Protocol, a product shall be considered               to be originating in the West Bank and the Gaza Strip if it has been wholly obtained there.
         (2)    The following shall be considered as wholly obtained in the West Bank and               the Gaza Strip:
                   a)     vegetable products harvested there;
                   b)     live animals born and raised there;
                   c)     products from live animals raised there;
                         d)     goods produced there exclusively from products specified in subparagraphs               a) to c).
         (3)    Packing materials and packing containers presented with a product therein               shall not be included with this product for the purpose of determining whether it has been wholly obtained and it shall not be necessary to establish whether such packing materials or packing containers are originating or not.
     2.      Notwithstanding paragraph 1, the products mentioned in columns 1 and 2 of the list in the Appendix to this Annex, obtained in the West Bank and the Gaza Strip and incorporating materials which have not been wholly obtained there, shall also be considered as originating in the West Bank and the Gaza Strip, provided that the conditions set out in column 3 concerning working or processing carried out on such materials have been fulfilled.
     3.      (1)    The preferential treatment provided for under this Protocol applies only to               products which are transported directly from the West Bank and the Gaza Strip to Iceland without passing through the territory of another country. However, products originating in the West Bank and the Gaza Strip and constituting one single shipment which is not split up may be transported through territory other than that of the West Bank and the Gaza Strip or Iceland with, should the occasion arise, transshipment or temporary warehousing in such territory, provided that the products have remained under the surveillance of the customs authorities in the country of transit or of warehousing, that they have not entered in the commerce of such countries or been delivered for home use there and have not undergone operations other than unloading, reloading or any operation designed to preserve them in good condition.
         (2)    Evidence that the conditions referred to in sub-paragraph (1) have been fulfilled shall be supplied to the Icelandic customs authorities in accordance with the relevant provisions of Protocol B to the Free Trade Agreement between the EFTA States and the Palestinian Authority.
     4.      Originating products within the meaning of this Annex, shall on importation into Iceland, benefit from this Protocol upon submission of either a movement certificate EUR.1 or an invoice declaration, issued or made out in accordance with the relevant provisions of Protocol B to the Free Trade Agreement between the EFTA States and the Palestinian Authority.
     5.      The provisions regarding proof of origin and arrangements for administrative cooperation contained in Protocol B to the Free Trade Agreement between the EFTA States and the Palestinian Authority shall apply mutatis mutandis.
     6.      Provisions or agreed declarations contained the Free Trade Agreement between the EFTA States and the Palestinian Authority regarding prohibition of drawback of, or exemption from, Customs duties, shall apply mutatis mutandis for products covered by this bilateral agricultural Protocol.


Appendix to Annex II.

    List of products, referred to in paragraph 2, subject to other conditions than the wholly obtained criterion.

Tafla.

(Taflan er ekki til tölvutæk.)