Ferill 195. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Nr. 2/125.

Þskj. 416  —  195. mál.


Þingsályktun

um aðild að samningi um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu (CITES).


    Alþingi ályktar að heimila að Ísland gerist aðili að samningi um alþjóðaverslun með tegundir villtra dýra og plantna sem eru í útrýmingarhættu sem gerður var í Washington 3. mars 1973 ásamt breytingum sem gerðar voru á honum í Bonn 22. júní 1979 og í Gaborone 30. apríl 1983.

Samþykkt á Alþingi 14. desember 1999.