Ferill 8. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


125. löggjafarþing 1999–2000.
Þskj. 1254  —  8. mál.




Nefndarálit



um till. til þál. um skipan nefndar um verkaskiptingu hins opinbera og einkaaðila.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið sendar umsagnir frá Verslunarráði Íslands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja og Samtökum iðnaðarins.
    Tillögugreinin gerir ráð fyrir að skipuð verði nefnd með fulltrúum allra þingflokka sem athugi hlutverk og verkaskiptingu ríkis, sveitarfélaga og einkaaðila og að slegið verði á frest öllum frekari áformum ríkisstjórnarinnar um einkavæðingu og einkaframkvæmd þar til nefndin hefur skilað álitsgerð.
    Nefndin leggur til breytingu á tillögugreininni. Leggur hún til að umræddri nefnd verði falið að gera samanburð á þróun og reynslu af breytingum í tengslum við einkavæðingu og einkaframkvæmd. Telur nefndin eðlilegt að við þá vinnu verði m.a. könnuð reynsla af einkavæðingu og einkaframkvæmd í almannaþjónustu hér á landi og í þeim ríkjum sem gengið hafa lengst í einkavæðingu, svo sem Bretlandi og Nýja-Sjálandi.
    Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt með svofelldri

BREYTINGU:

    Tillögugreinin orðist svo:
    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd, sem í verði m.a. fulltrúar allra þingflokka, sem geri samanburð á þróun og reynslu af breytingum í tengslum við einkavæðingu og einkaframkvæmd og fjalli um framtíðarkosti í þeim efnum.

Alþingi, 8. maí 2000.



Vilhjálmur Egilsson,


form., frsm.


Kristinn H. Gunnarsson.


Hjálmar Árnason.



Sigríður A. Þórðardóttir.


Pétur H. Blöndal.


Gunnar Birgisson.



Jóhanna Sigurðardóttir.


Margrét Frímannsdóttir.


Ögmundur Jónasson.