Biðlistar hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands

Miðvikudaginn 28. febrúar 2001, kl. 15:18:56 (5085)

2001-02-28 15:18:56# 126. lþ. 79.6 fundur 388. mál: #A biðlistar hjá Heyrnar- og talmeinastöð Íslands# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., ÞBack
[prenta uppsett í dálka] 79. fundur, 126. lþ.

[15:18]

Þuríður Backman:

Herra forseti. Ég vil þakka umræðu um mál Heyrnar- og talmeinastöðvar ríkisins og þær fyrirspurnir sem hér liggja fyrir. Það er ánægjulegt að vita að þessari úttekt er lokið. Ég hef óskað eftir því að fá upplýsingar inn í heilbr.- og trn. og þær eru þá að hluta til komnar fram hér. En málefni Heyrnar- og talmeinastöðvarinnar eru af margvíslegum toga en aðallega af fjárskorti til margra ára að mínu mati sem hefur svo leitt til þess að erfitt hefur verið að manna stofnunina með fagfólki. Sérstaklega hefur þetta svo komið fram gagnvart þeirri þjónustu sem Heyrnar- og talmeinastöð ríkisins veitti í upphafi út um land og hefur núna nær alveg lagst af, bæði af fjárskorti og svo hafa þeir ekki mannafla til þess að fara út á land.

Því fagna ég ef verið er að vinna að breyttu starfi --- þar verður þá líka að koma til fjármagn. Það verður að greiða upp þessar skuldir eða sjá til þess að stofnunin fái greitt. Sérstaklega óska ég okkur til hamingju ef við komum á þjónustumiðstöðvum út um land.