Námsstyrkir

Miðvikudaginn 25. apríl 2001, kl. 15:10:06 (6816)

2001-04-25 15:10:06# 126. lþ. 112.5 fundur 583. mál: #A námsstyrkir# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., JB
[prenta uppsett í dálka] 112. fundur, 126. lþ.

[15:10]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er á ferðinni umræða um stórmál eins og hæstv. ráðherra kom inn á og hæstv. fyrirspyrjandi gerði grein fyrir.

Þau atriði sem ég vildi vekja athygli á er þessi fjarlægðarregla, þessi 30 km fjarlægð frá skóla, þar sem engar almenningssamgöngur eru. Þar getur það verið svo að ef 3 km eru milli bæja, þá fær fólkið á öðrum bænum greiðslur samkvæmt einu kerfi en á bænum við hliðina samkvæmt öðru.

Þetta er afar ósanngjarnt, herra forseti. Einnig túlkun á hvað reglubundið nám er. Er það fjöldi eininga sem þarf að skila? Nú vitum við að nemendur eiga misgott með nám og geta ekki allir skilað fullum einingum eins og tilskilið er á eðlilegum námshraða. Er þeim nemendum refsað í sambandi við námsstyrki sem verða að taka námið á lengri tíma en meðaltalið gerir? Herra forseti, ég tel að þetta sé líka mikið réttlætismál og hvernig á því er tekið.