Almenn hegningarlög

Föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 13:01:21 (6996)

2001-04-27 13:01:21# 126. lþ. 114.12 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, Frsm. meiri hluta ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 126. lþ.

[13:01]

Frsm. meiri hluta allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef sagt áður að mér finnst stundum eins og ég sé að berja höfðinu við steininn við að reyna að rökstyðja í fyrsta lagi hversu vel þetta mál er unnið af hálfu dómsmrn. og hv. allshn. og síðan röksemdum með málatilbúningi okkar.

En ég get í rauninni tekið undir það eitt og sér að það dugir ekki að hækka rammann úr 10 í 12 ár en það er hluti af því að berjast gegn fíkniefnavandanum. Við erum að tala um forvarnir. Við erum að tala um að tolleftirlitið sé í góðu lagi. Við erum að tala um að löggjafinn sitji ekki eftir.

Við verðum líka að þora að axla ábyrgð og taka þessa afstöðu. Þetta er hluti af heildarpakkanum.