Almenn hegningarlög

Föstudaginn 27. apríl 2001, kl. 15:03:42 (7016)

2001-04-27 15:03:42# 126. lþ. 114.12 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 114. fundur, 126. lþ.

[15:03]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er hallast eiginlega að þeirri skoðun að það sé sama hvaða rök ég komi með fyrir þessu máli, hv. þm. Lúðvík Bergvinsson sé ekki tilbúinn til að taka þeim, og þá verður bara að hafa það. Þá verður bara að hafa það, hv. þm. (Gripið fram í.) En ég er ekki til í að sitja undir því að farið sé rangt með tilvitnun í mál mitt. Ég sagði áðan og vitnaði í skýrslu sem sýndi að þegar menn eru dæmdir í fangelsi fyrir fíkniefnabrot er ítrekunartíðni þeirra brotamanna lægri sem þýðir að það að þeir eru dæmdir í fangelsi og sitja þar inni hefur áhrif, það er fælingarmátturinn, hv. þm.