Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 16:47:34 (7164)

2001-05-02 16:47:34# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[16:47]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. Kristján Pálsson minntist á nauðsyn þess að selja Landssímann núna til að fá gjaldeyri inn í landið og styrkja stöðu krónunnar. Þá held ég, herra forseti, að hv. þm. verði heldur betur að byrja að hlaupa og hann verði að hlaupa og hlaupa ef hann ætlar að ná í skottið á gengisfellingunni sem núna ríður yfir akkúrat í þessum töluðu orðum. Væri ekki nær að við værum uppteknir af að ræða frv. um hvernig við ættum að styrkja útflutningsatvinnuvegina, styrkja atvinnugreinarnar í landinu í staðinn fyrir að vera að berjast fyrir frv. sem skerðir samkeppnisstöðu stórra hluta þjóðarinnar og stórra hluta landsins í þeim erfiðleikum sem við núna virðumst standa frammi fyrir í efnahagsmálum?

Mér skilst að dollarinn hafi farið yfir 100 kr. einmitt núna fyrir 10 mínútum og ekki er vitað hvar hann ætlar að stoppa. (Gripið fram í: 102.) 102 og hann að verða kominn í 103, og við erum hér að ræða frv. sem er að skerða samkeppnisstöðu Íslands.