Sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.

Miðvikudaginn 02. maí 2001, kl. 16:56:17 (7171)

2001-05-02 16:56:17# 126. lþ. 116.6 fundur 707. mál: #A sala ríkissjóðs á hlutafé í Landssíma Íslands hf.# frv., 708. mál: #A fjarskipti# (skilyrði rekstrarleyfis) frv., KPál (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 116. fundur, 126. lþ.

[16:56]

Kristján Pálsson (andsvar):

Herra forseti. Ég get náttúrlega ekki spáð um það hvar þetta lendir. Fyrir það fyrsta er verið að selja núna 49% af fyrirtækinu. Ég get alveg séð fyrir mér að símafyrirtæki á Íslandi verði aldrei mörg. Þetta er svo lítill markaður. Eins og við vitum er þetta ekki nema um 300 þús. manna samfélag og að reka mörg fyrirtæki af einhverri verulegri stærðargráðu í slíku fámenni er bara óraunhæft.

Ég lít svo á að samkeppnin eigi alveg eins að geta komið að utan. Öll þessi litlu fyrirtæki sem núna eru að reyna að hasla sér völl geta aldrei orðið stór. Þau geta gert sig gildandi á ákveðnum þröngum sviðum og þannig veitt samkeppni í einhverjum smærri einingum en að þau verði svo stór að þau geti farið að ógna eitthvað eða farið að veita verulega samkeppni í víðasta skilningi þess orðs, ég held að það sé ekki hægt.