Veiting ríkisborgararéttar

Laugardaginn 19. maí 2001, kl. 10:22:39 (8274)

2001-05-19 10:22:39# 126. lþ. 129.51 fundur 738. mál: #A veiting ríkisborgararéttar# frv. 92/2001, Frsm. ÞKG (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 129. fundur, 126. lþ.

[10:22]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir hönd hv. allshn. fyrir frv. til laga um veitingu ríkisborgararéttar.

Allsherjarnefnd bárust 28 umsóknir um ríkisborgararétt á 126. löggjafarþingi, sbr. 6. gr. laga um ríkisborgararétt.

Nefndin leggur til að ellefu einstaklingum verði veittur íslenskur ríkisborgararéttur að þessu sinni og eru nöfn þeirra einstaklinga skráð á þskj. 1311.