Bygging menningarhúsa

Miðvikudaginn 01. nóvember 2000, kl. 19:36:25 (1171)

2000-11-01 19:36:25# 126. lþ. 18.17 fundur 130. mál: #A bygging menningarhúsa# fsp. (til munnl.) frá menntmrh., SJóh
[prenta uppsett í dálka] 18. fundur, 126. lþ.

[19:36]

Sigríður Jóhannesdóttir:

Hæstv. forseti. Ég kem upp sérstaklega til að þakka þetta ágæta plagg sem verið var að dreifa á borð þingmanna. Ég hef verið að renna augunum aðeins yfir það og mér finnst mjög margar góðar athugasemdir koma hér fram og verður gott að geta moðað úr þessu tillögur og fleira á næstunni. Það er annað sem ég vildi að kæmi fram, þ.e. að í Reykjanesbæ eru gagnmerk gömul hús, elstu hús í bænum, sem standa þar og grotna niður. Þar væri hægt að gera gríðarlega öfluga menningarmiðstöð og tengja við ferðaþjónustu. Þetta eru svokölluð Duushús. Ég vil því gjarnan, fyrst aðrir hafa verið að halda til haga sínum húsum, minna á Duushúsin og vona að þau geti komið til greina sem menningarhús fyrir Reykjanesbæ.