Fjárlög 2001

Föstudaginn 08. desember 2000, kl. 12:06:19 (3022)

2000-12-08 12:06:19# 126. lþ. 44.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 126. lþ.

[12:06]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka einarða og afdráttarlausa yfirlýsingu formanns fjárln. og vænti þess að hann í umboði meiri hluta nefndarinnar sé einnig að tala í umboði meiri hluta Alþingis sem stendur að baki meiri hluta fjárln. og þetta verði ótvírætt og verði ekki umdeilt komi sala til. Hrammur ríkiskassans er harður og langur og þarf að vera afar vel á varðbergi gagnvart því að ekki sé gengið á þann rétt sem hér er um að ræða.

Herra forseti. Ég fagna þeirri afdráttarlausu yfirlýsingu formanns fjárln. að söluandvirði þessara jarða, verði þær seldar, renni ótvírætt til Skógræktar ríkisins og eflingar skógrækt.