Fjárlög 2001

Föstudaginn 08. desember 2000, kl. 16:42:05 (3060)

2000-12-08 16:42:05# 126. lþ. 44.13 fundur 1. mál: #A fjárlög 2001# frv. 181/2000, SvH (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 44. fundur, 126. lþ.

[16:42]

Sverrir Hermannsson (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. hefur alls enga trú á Seðlabankanum og hann hefur margtekið það fram.

Hv. þm. sagði í fyrra andsvari sínu að allir hefðu áhyggjur af viðskiptahallanum. Hvað sagði hæstv. forsrh. í viðtali við Stöð 2 í gærkvöldi? Hann sagði að hækkun á viðskiptahallanum sé komin til vegna breyttra uppgjörsreglna og sé því ekki í raun hækkun í sjálfu sér. Þetta er bara bókhaldsfiff sem beitt er og hann hefur engar áhyggjur af því.

Ég tek undir áskorun og tek áskorun hv. þm. um að ganga til liðs við hann um að reyna að brjóta á bak aftur þá fiskveiðistefnu sem hefur ríkt í landinu og ráðgjöf ráðalausu mannanna í Hafrannsóknastofnun sem er nú reyndar stjórnað af LÍÚ að mestum part.