Ferill 483. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Nr. 29/126.

Þskj. 1458  —  483. mál.


Þingsályktun

um langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda.


    Alþingi ályktar að á árunum 2001 til 2003 skuli gert átak í öryggismálum sjófarenda. Markmið átaksins verði að treysta öryggi íslenskra skipa og áhafna þeirra sem og farþega á íslenskum skipum og skipum sem sigla í íslenskri efnahagslögsögu samkvæmt eftirfarandi áætlun. Stefnt verði að því að skilgreina hlutverk þeirra sem vinna að öryggismálum sjófarenda og að slysum til sjós fækki um að minnsta kosti þriðjung fram til ársins 2004 og að sama skapi dragi úr tjóni vegna sjóslysa. Samgönguráðherra skal fyrir 1. apríl hvers árs, fyrst árið 2002, leggja fyrir Alþingi skýrslu um framgang áætlunar í öryggismálum sjómanna og hvernig henni miðar í átt að settu marki.

Helstu verkefni árin 2001, 2002 og 2003 ásamt áætlaðri
ráðstöfun fjárframlags hvers árs.

Verkefni (upphæðir í millj. kr.)

2001
2002 2003
     1.      Menntun og þjálfun sjómanna verði efld með ýmsum hætti. 1 ,3 1,8 1,8
–    Samræming sjómannamenntunar og aðlögun að alþjóðasamþykktum um menntun og þjálfun, skírteini og vaktstöður sjómanna (STCW og STCW–F).
–    Endurmenntun skipstjórnarmanna.
–    Fræðsla og þjálfun í stöðugleika.
–    Verk- og öryggisstjórnunarfræðsla fyrir yfirmenn á skipum.
–    Öryggisfræðsla sjómanna á 5 ára fresti.
–    Námskeið í notkun og meðhöndlun búnaðar til hífinga.
–    Námskeið fyrir leiðsögu-/hafnsögumenn.
–    Ýmislegt fjarnám verði eflt og notað í eins miklum mæli og hægt er.
     2.      Gert verði sérstakt átak í öryggismálum farþegaskipa og farþegabáta. 1 ,3 2,0 1,5
–    Áhættumat á siglingaleiðum farþegaskipa.
–    Námskeið í stjórnun farþega á neyðarstundu.
–    Úrbótatillögur vinnuhóps framkvæmdar o.fl.
     3.      Átaksverkefni í fræðslu og áróðri. 2 ,2 4,5 3,8
–    Stöðugleikamál skipa og báta, hættur samfara ofhleðslu.
–    Átak til að nýliðafræðslu sé betur sinnt.
–    Leiðbeiningar fyrir öryggisfulltrúa.
–    Skipulegt eftirlit áhafna með öryggisþáttum, svo sem búnaði.
–    Fyrirbyggjandi aðgerðir gegn eldsvoða.
–    Kostir öryggisstjórnunarkerfa fyrir útgerðir og áhafnir.
–    Kynning á lögum og reglum sem taka gildi.
–    Kynna að til sé margvíslegur öryggisbúnaður auk skyldubúnaðar.
–    Kynning á öryggisbúnaði fyrir smábáta.
–    Frágangur og umgengni á neyðarbúnaði skipa.
–    Mikilvægi skipulagðra æfinga og þjálfunar í skipum.
–    Greining áhættu í vinnuumhverfi sjómanna.
–    Varnir gegn fallhættu.
     4.      Gerð fræðsluefnis og leiðbeininga. 3 ,0 4,0 6,0
–    Handbækur, bæklingar eða myndbönd um öryggismál.
–    Fræðsluefni um æfingar.
–    Útgáfa samræmdrar fræðslu um hífingarbúnað.
–    Útgáfa leiðbeininga um frágang neyðarbúnaðar.
–    Upplýsingarit fyrir sjómenn um vinnuöryggi.
–    Merkingar á hættusvæðum í skipum.
–    Viðvörunarspjöld og leiðbeiningar.
     5.      Söfnun og miðlun upplýsinga milli sjómanna og aðila í landi. 0 ,7 1,0 1,8
–    Slysa- og óhappaskráning í skipum.
–    Sérstakt eyðublað í skip fyrir athugasemdir um öryggismál sjófarenda.
–    Endurnýjuð sjókort séu gefin út og þau séu aðgengileg sem víðast.
–    Ákvörðun þarf að taka um siglingaleiðir olíuskipa.
–    Skráningarkerfi fyrir „næstum því slys og óhöpp“.
–    Aðgengi skipverja að upplýsingum um ástand skips.
–    Sérstök heimasíða um öryggismál sjómanna.
–    Upplýsingum dreift á netinu, með WAP-tækni og textavarpi.
–    Úrbætur séu gerðar á farsímasambandi við land.
–    Skilgreind verði neyðarsímsvörun í 112 fyrir sjómenn.
–    Veðurstöðvum sé fjölgað við land.
–    Úrbætur vegna NAVTEX-sendinga.
     6.      Nauðsynlegt er að samræmd slysa- og sjúkdómaskráning sjómanna verði tekin upp sem fyrst. 0 ,0 0,0 0,0
     7.      Úrbætur í stöðugleikamálum skipa og báta. 0 ,3 0,6 1,0
–    Gögn/ábendingar um stöðugleika séu á íslensku og stöðluð.
–    Sérstakt leiðbeiningarspjald um hleðslu smábáta.
–    Merkingar á dyrum og lúgum sem eiga að vera lokaðar á rúmsjó.
–    Könnun á stöðugleika opinna báta.
     8.      Lagt er til að gerð sé úttekt sambærileg þeirri sem Hagfræðistofnun Háskóla Íslands gerði árið 1998 á árlegum þjóðfélagskostnaði vegna sjóslysa og tekið verði inn mat á fleiri kostnaðarliðum, svo sem öllum beinum og óbeinum kostnaði sem leggst á útgerðina vegna slysa og óhappa til sjós. 0 ,3 0,0 0,0
     9.      Slysatryggingamál og bótarétt sjómanna þarf að skoða og þurfa stjórnvöld, samtök sjómanna, útgerðir og tryggingafélög að vinna saman að útfærslu þessa máls. 0 ,0 0,0 0,0
     10.      Áætlanir þarf að gera um fyrirbyggjandi aðgerðir í heilbrigðismálum sjómanna. 0 ,0 0,0 0,0
     11.      Stuðla þarf að því að öryggis- og gæðastjórnunarkerfi séu notuð á sem flestum sviðum. 0 ,1 0,2 1,2
–    Gæðastjórnunarkerfi séu notuð við skoðanir og eftirlit með skipum.
–    Öryggisstjórnunarkerfi séu notuð í öllum farþegaskipum og -bátum.
–    Öryggisstjórnunarkerfi séu notuð við eftirlit með öryggi í höfnum.
–    Öryggisstjórnunarkerfi verði tekin upp í öllum íslenskum fiskiskipum.
     12.      Stuðla þarf að því að öryggistrúnaðarmannakerfi verði tekið upp til reynslu í fiskiskipum. 0 ,0 0,0 0,0
     13.      Tryggja þarf betur að farið sé eftir gildandi lögum og reglum um öryggisatriði. 0 ,3 0,0 0,5
–    Efla þarf skilvirkni eftirlits og samstarf allra eftirlitsaðila.
–    Skipuleggja þarf fyrirkomulag skyndiskoðana í íslenskum skipum.
–    Fræða þarf útgerðarmenn og áhafnir um tilgang laga og reglna.
–    Öryggisfulltrúar útgerða og áhafna séu skipaðir.
–    Reglubundnar athuganir á æfingahaldi og starfsþjálfun í skipum.
–    Reglum um öryggisráðstafanir við hífingar sé betur fylgt eftir.
–    Skilvirkara eftirlit með aðbúnaði í skipum.
     14.      Rannsóknir og úttektir á sviði öryggismála. 0 ,5 0,9 2,4
–    Auka þarf og festa í sessi samstarf Íslendinga og nágrannaþjóða í rannsóknar- og þróunarverkefnum sem tengjast öryggismálum sjómanna.
–    Upplýsingum um ýmsar rannsóknir sem verið er að vinna að eða hafa verið gerðar ætti að safna saman á einn stað þannig að aðilar viti hver af öðrum.
–    Nauðsynlegt er að gerðar séu reglulega kannanir, úttektir og prófanir á ástandi og fyrirkomulagi öryggisbúnaðar í skipum og í höfnum.
–    Rannsóknir á stjórnun stöðugleika fiskiskipa.
Samtals (millj. kr.)
10,0 15,0 20,0

Samþykkt á Alþingi 19. maí 2001.