Ferill 7. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


126. löggjafarþing 2000–2001.
Nr. 32/126.

Þskj. 1461  —  7. mál.


Þingsályktun

um endurskoðun viðskiptabanns á Írak.


    Alþingi ályktar að styðja frumkvæði Norðmanna á vettvangi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að framkvæmd viðskiptabanns á Írak verði tekin til endurskoðunar með það fyrir augum að aðgerðir Sameinuðu þjóðanna beinist enn frekar að því að hindra að harðstjórn Saddams Husseins komi sér upp gereyðingarvopnum og ógni öryggi á svæðinu.
    Alþingi fagnar stuðningi ríkisstjórnar Íslands við frumkvæði Norðmanna og hvetur hana til að stuðla að áframhaldandi framgangi málsins á alþjóðavettvangi.

Samþykkt á Alþingi 19. maí 2001.