Samþjöppun fyrirtækja á matvælamarkaði og hækkun vöruverðs

Mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 15:33:03 (3613)

2002-01-28 15:33:03# 127. lþ. 61.1 fundur 272#B samþjöppun fyrirtækja á matvælamarkaði og hækkun vöruverðs# (óundirbúin fsp.), viðskrh.
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 127. lþ.

[15:33]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir):

Hæstv. forseti. Ég vil ekki að hér sé neinn misskilningur á ferðinni. Ég tók ekki afgerandi afstöðu til þess hvort ég teldi rétt að veita Samkeppnisstofnun heimild til þess að skipta upp fyrirtækjum vegna þess að ég er ekki viss um að það standist stjórnarskrá í dag að gera þeim aðilum sem þar ættu í hlut skylt að selja eignir sínar. Í mínum huga skiptir ekki miklu máli hversu margar einingar þetta eru ef sömu aðilarnir eiga þetta allt saman. Ég vil því hafa fyrirvara á þessu.

Það sem ég sagði hins vegar var að ég gleddist yfir því að samstarfsflokkurinn vildi styrkja samkeppnislög og Samkeppnisstofnun.