Opnun Þjóðminjasafnsins

Mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 15:50:35 (3627)

2002-01-28 15:50:35# 127. lþ. 61.1 fundur 275#B opnun Þjóðminjasafnsins# (óundirbúin fsp.), MÁ
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 127. lþ.

[15:50]

Mörður Árnason:

Herra forseti. Ég veit ekki hvaða refsingar þingið hefur til að beita menn sem fara fram úr ræðutíma sínum, en kannski er ástæða til þess að taka upp slíkar refsingar og taka þá líka upp eins konar skammarkrók fyrir hæstv. ráðherra sem segja ekki satt, annaðhvort hér í þingsal eða þá í sjónvarpsþáttum sem þeir taka þátt í.

Staðreyndin í málinu er sú að nefndar hafa verið einmitt dagsetningar í þessu. Nefnt var sumarið 2000, 17. júní 2000, 17. júní 2001. Nefnd voru árslok 2002 og nú er málið í uppnámi.

Staðreyndin í málinu er sú að frá 1. ágúst 1998 og til þessa dags, og svo verður örugglega þetta ár allt, hefur ekki nokkur maður komið inn í Þjóðminjasafn Íslands og það er okkur og hæstv. menntmrh. til háðungar.