Stjórn fiskveiða

Mánudaginn 28. janúar 2002, kl. 18:37:49 (3652)

2002-01-28 18:37:49# 127. lþ. 61.12 fundur 425. mál: #A stjórn fiskveiða# (handfæraveiðar með dagatakmörkunum) frv. 3/2002, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 61. fundur, 127. lþ.

[18:37]

Sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. á ekki að leggja þennan skilning í orð mín. Það sem ég á raunverulega við með þessu er að við munum skoða hvað við gerum í framtíðinni þegar við höfum niðurstöðurnar á því hvernig veiðin hefur verið sl. sumar, eins og kom fram í fyrstu ræðu minni, og samkomuleg er um við Landssamband smábátaeigenda. Ekki er búið að setja neinar línur fyrir fram um hvað þá verði gert. Ég held að leggja eigi meira upp úr því sem ég sagði, að einhver breyting þyrfti að verða á vilja þeirra aðila sem stunda sjóinn samkvæmt þessu kerfi til að upp kæmi sá möguleiki að kerfið yrði aflagt eða nýtt tekið upp í staðinn.