Almannatryggingar o.fl.

Fimmtudaginn 31. janúar 2002, kl. 12:02:45 (3805)

2002-01-31 12:02:45# 127. lþ. 67.6 fundur 359. mál: #A almannatryggingar o.fl.# (tekjuhugtak, bótaútreikningur o.fl.) frv., heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 67. fundur, 127. lþ.

[12:02]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Já, það hlýtur að vera takmark okkar að Tryggingastofnun geti farið eftir þessum lögum. Þau eiga að taka gildi um næstu áramót og við leitum auðvitað leiða til þess. Þarna er um stórt mál að ræða. Við höfum á þessu stigi ekki í höndunum þá fjármuni sem þarf til að svara ýtrustu kröfum í þessu efni en vinnan er í gangi og við munum leita leiða til þess að hægt sé að fara eftir þessum lögum. Það er auðvitað mjög slæmt, og tek ég þá vægt til orða, ef tækjakostur Tryggingastofnunar er þannig úr garði gerður að ekki verði hægt að fara að þeim lögum sem stofnunin á að starfa eftir. Það gengur náttúrlega ekki og við einbeitum okkur að því að leysa þau mál.