Reiknilíkan fyrir framhaldsskóla

Mánudaginn 11. mars 2002, kl. 15:41:02 (5889)

2002-03-11 15:41:02# 127. lþ. 94.1 fundur 393#B reiknilíkan fyrir framhaldsskóla# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 127. lþ.

[15:41]

Menntamálaráðherra (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Eins og fram hefur komið í máli mínu hefur þetta reiknilíkan verið endurskoðað og afleiðingarnar af þeirri endurskoðun munu koma fram í fjárlögum. Ég vil hins vegar nota tækifærið hér til að þakka hv. þingmanni alveg sérstaklega fyrir hversu skeleggur stuðningsmaður reiknilíkansins hann er orðinn hér á þingi. Það er gleðilegt og ég vona að fleiri þingmenn gangi í lið með hv. þm. Jóni Bjarnasyni og gerist sterkir stuðningsmenn reiknilíkansins.