Stjórnarfrumvörp á dagskrá

Mánudaginn 11. mars 2002, kl. 19:59:57 (5945)

2002-03-11 19:59:57# 127. lþ. 94.92 fundur 440#B stjórnarfrumvörp á dagskrá# (um fundarstjórn), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 127. lþ.

[19:59]

Forseti (Halldór Blöndal):

Ég hlýt að svara þessu svo að það hefur borið við, og er ekki bundið við ráðherra held ég, að þingmenn fari á fundi annars staðar meðan kvöldfundur er hér í þinginu. Menn eru oft uppteknir og geta af þeim sökum ekki verið hér. Eftir sem áður er nauðsynlegt að halda áfram þingstörfum.