Stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins

Mánudaginn 11. mars 2002, kl. 22:22:37 (5990)

2002-03-11 22:22:37# 127. lþ. 94.17 fundur 545. mál: #A stofnun hlutafélags um Rafmagnsveitur ríkisins# frv., iðnrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 94. fundur, 127. lþ.

[22:22]

Iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það hljóti að vera aðalatriðið að á meðan þetta mál verður til umfjöllunar í nefndinni þá kemur hitt frv. Hv. þingmönnum er ákaflega vel ljóst inn í hvers konar umhverfi við erum að fara vegna þess að hér hefur (Gripið fram í.) verið til umfjöllunar þáltill. sem varðaði nýskipan raforkumála. Þar að auki hefur þessu frv. eða sambærilegu frv. verið dreift á hv. Alþingi og þingmenn hafa haft tækifæri til þess að kynna sér þessa nýskipan mjög vel. Því er nú kannski óþarflega mikið gert úr þessu atriði.

Hvað varðar það hver fari með eignarhald í þeim fyrirtækjum sem ríkið á og verið er að hlutafélagavæða þá hefur ekki verið tekin nein heildarstefna í þeim málum. Það er ljóst hver fer með eignarhaldið í dag. Ýmsir ráðherrar gera það og ekki hefur verið tekin ákvörðun um neina breytingu þar á. Svona er nú þetta.

Það að ætla að kalla hér til nánast alla ríkisstjórnina út af þessu máli tel ég mesta óþarfa. Mér hefði stórlega mislíkað ef þeir hefðu farið að birtast hér allir og tjá sig mikið um þetta mál.