Stefnumótun um aukið umferðaröryggi

Þriðjudaginn 19. mars 2002, kl. 18:51:55 (6292)

2002-03-19 18:51:55# 127. lþ. 99.11 fundur 599. mál: #A stefnumótun um aukið umferðaröryggi# þál. 14/127, dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 127. lþ.

[18:51]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Að sjálfsögðu hefur starfshópurinn sem undirbúið hefur þessa áætlun litið til Norðurlanda og kynnt sér stöðu mála þar. Vafalaust er þar að mörgu leyti mjög vel staðið að málum, t.d. í Svíþjóð þar sem mikil áhersla hefur verið lögð á þennan málaflokk.

Það verður auðvitað þannig, þegar hv. allshn. fer yfir þetta mál, að hún aflar sér fleiri upplýsinga um hvernig slíkum málum er háttað í öðrum löndum en fordæmin eru visslega sótt til nágrannalanda okkar. Mér er hins vegar ekki nákvæmlega kunnugt um hvernig málum er háttað varðandi fjármagn til þessa málaflokks en eins og ég benti á áðan eru auðvitað margar hliðar á þessu máli. Þetta er ekki bara spurning um vegagerð eða löggæslu. Það er margt annað sem bæði þarf að gera og á að gera.