Samningur um alþjóðastofnun fjarskipta um gervitungl

Þriðjudaginn 26. mars 2002, kl. 18:49:13 (6780)

2002-03-26 18:49:13# 127. lþ. 105.10 fundur 615. mál: #A samningur um alþjóðastofnun fjarskipta um gervitungl# (einkavæðing) þál. 23/127, RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 105. fundur, 127. lþ.

[18:49]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Hæstv. utanrrh. orðaði það í báðum tilfellum svo að eftirlitsstofnunin væri hjá ríkinu. Ég lít svo á, miðað við það hvernig hann svaraði mér, að þetta væru sambærileg mál og þá þarf ég endilega að fá það staðfest að hið einkavædda fyrirtæki verði hjá Landssímanum. Það væri fróðlegt að vita hvort við séum aðilar að fleiri alþjóðastofnunum um gervitungl þar sem verulega verðmætur hluti fylgir Landssímanum og fylgir honum þá væntanlega í sölu alveg eins og ítrekað var varðandi INTELSAT og hvort eftirlitið verði hjá ríkinu.