Þjóðhagsstofnun o.fl.

Miðvikudaginn 10. apríl 2002, kl. 11:34:09 (7437)

2002-04-10 11:34:09# 127. lþ. 117.5 fundur 709. mál: #A Þjóðhagsstofnun o.fl.# frv. 51/2002, utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 117. fundur, 127. lþ.

[11:34]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að þetta verði hagkvæmara þegar til lengri tíma er litið, m.a. vegna þess að Seðlabankinn hefur ákveðið að styrkja hagsýslugerð sína og spár til að geta staðið undir því nýja hlutverki sem Seðlabankanum er falið með nýjum lögum frá Alþingi. Það hefur m.a. gert það að verkum að þessar breytingar eru gerðar.

Það er jafnframt ljóst að efnahagsskrifstofa fjmrn. hefur tekið að sér aukið hlutverk til að geta staðið betur að fjárlagagerð á hverjum tíma. Ég er því fullviss um að þessi skipan mála muni leiða til minni kostnaðar þegar til lengri tíma er litið.

Þar með er ekki sagt að minna fjármagni verði varið til þessarar starfsemi. Ég tel að þær breytingar sem hafa orðið í efnahagsmálum kalli á meiri starfsemi á þessu sviði.