Fjáraukalög 2001

Mánudaginn 15. október 2001, kl. 16:27:43 (483)

2001-10-15 16:27:43# 127. lþ. 10.5 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv., fjmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 127. lþ.

[16:27]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde) (andsvar):

Herra forseti. Þetta er eitt af þeim atriðum sem ég mundi vilja vísa til nefndarinnar. Aftur á móti var gerður kjarasamningur við starfsmannafélag þessara starfsmanna á þessu ári og eftir því sem ég man best var ákveðið að fella niður þessa svokölluðu flutningslínu sem er náttúrlega úrelt fyrirbæri í kjarasamningum nú. Ég býst við því að starfsmenn hafi fengið eitthvað í staðinn fyrir að láta þetta af hendi, þau réttindi sem fylgdu þessari flutningslínu og þær greiðslur sem fylgdu henni. Þarna er um að ræða einhvers konar uppgjör á þessu máli.

Nánar get ég ekki farið út í þetta vegna þess að ég hef ekki við höndina upplýsingarnar um þetta. En eitthvað af því tagi liggur að baki þeirri fjárveitingabeiðni sem þarna liggur fyrir.