Átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni

Mánudaginn 15. október 2001, kl. 18:11:18 (519)

2001-10-15 18:11:18# 127. lþ. 10.6 fundur 5. mál: #A átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni# þál., HBl (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 127. lþ.

[18:11]

Halldór Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég þakkaði nú guði fyrir að hv. þm. talaði um hafragraut en ekki fjallagrasamjólk. Ef ég skildi andsvar hv. þm. rétt, þetta síðara andsvar, þá staðfesti það það sem ég sagði að hugmynd hans er ekki að taka afla af togurunum við Eyjafjörð og hann vill halda að því leyti óbreyttu útgerðarmynstri þar. Mér heyrðist hann vera að staðfesta þann skilning sinn.