Átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni

Mánudaginn 15. október 2001, kl. 18:41:57 (532)

2001-10-15 18:41:57# 127. lþ. 10.6 fundur 5. mál: #A átak til að treysta byggð og atvinnulíf á landsbyggðinni# þál., KLM (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 10. fundur, 127. lþ.

[18:41]

Kristján L. Möller (andsvar):

Herra forseti. Ég tel rétt að nota þessa einu mínútu sem ég hef til að biðja hv. þm. Steingrím J. Sigfússon innilega afsökunar á að ég skuli taka málefni Raufarhafnar sem dæmi. Það kemur upp í huga minn að þegar ég kom á fund í Hrísey um atvinnumál þar á sl. hausti og tók til máls tók ég eftir því hve styggur hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon var við þá umræðu og, eins og hann orðaði það, að hann gerði athugasemd við að menn væru komnir úr öðrum sóknum. Ég hef bara ekki áttað mig á því sem þingmaður, herra forseti, að ég þurfi að fá sérstakt leyfi hjá Steingrími J. Sigfússyni til að tjá mig um málefni, jafnvel á Raufarhöfn eða einhvers annars staðar utan við mitt kjördæmi. Ég tel a.m.k. sjálfsagt að hv. þm. ræði um málefni Norðurl. v., ef honum sýnist svo, og verð að segja alveg eins er og verð bara að ítreka það að ég bið hann innilega afsökunar á að hafa vogað mér að taka Raufarhöfn sem dæmi og höfnina þar. En það er skrýtið hvað maðurinn verður alltaf styggur þegar menn úr öðrum sóknum, svo notað sé hans orðalag, tala um það.

Bara rétt svo í lokin: Mig langar til að vita hvað gerði það að verkum að till. til þál. um sérstakar aðgerðir í byggðamálum datt úr 5 milljörðum 1999 niður í bara 400 millj. núna. Ég hefði gjarnan viljað hafa alla þessa peninga. En hvað skeði? Það hefur ekki verið útskýrt.