Fjárlög 2002

Þriðjudaginn 27. nóvember 2001, kl. 18:34:55 (2008)

2001-11-27 18:34:55# 127. lþ. 36.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, Frsm. 2. minni hluta JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 36. fundur, 127. lþ.

[18:34]

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Jón Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ég ítreka spurningu mína: Mun þingflokkur framsóknarmanna beita sér fyrir lækkun á þeim innritunargjöldum sem boðuð eru í fjárlagafrv., þ.e. þeirri 45% hækkun sem þar er boðuð? Mun þingflokkur framsóknarmanna beita sér fyrir því að þau verði lækkuð frá því sem þau eru í fjárlagafrv.?

Hefur þingflokkur framsóknarmanna fjallað um hækkanir á innritunargjöldum í framhaldsskólum þar sem þau eru líka hækkuð um 40% í fjárlagafrv.? Þetta eru grundvallaratriði í uppbyggingu menntunar hér á landi og ég vil gjarnan heyra hvað þingflokkur framsóknarmanna ætlar að gera í þessum efnum.