Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 14:12:10 (2499)

2001-12-05 14:12:10# 127. lþ. 43.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, JB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[14:12]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um hvort fella skuli burt heimild til að verja á fjáraukalögum 300 millj. kr. til forsrn. til einkavæðingarverkefna. Ítrekað hefur verið beðið um skýringu og greinargerð og rökstuðning fyrir þessari upphæð. Slíkt hefur ekki borist þingheimi. Það er alveg fráleitt að þingheimur samþykki að veita svo háar upphæðir gjörsamlega án þess að fyrir liggi neinn raunverulegur rökstuðningur. Verið er að skera niður fjárveitingar til brýnna málaflokka. Fjárþörf er brýn víða í þjóðfélaginu. Það er fásinna að samþykkja svo óskilgreinda fjárveitingu til gæluverkefna ríkisstjórnarinnar.