Fjáraukalög 2001

Miðvikudaginn 05. desember 2001, kl. 14:18:01 (2503)

2001-12-05 14:18:01# 127. lþ. 43.1 fundur 128. mál: #A fjáraukalög 2001# frv. 127/2001, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 43. fundur, 127. lþ.

[14:18]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Eins og fram hefur komið í umræðunni erum við andvíg því að fyrirtækið Rafmagnsveitur ríkisins sé notað til þess að leysa fjárhagsvanda sveitarfélaga. Í fjárlögum er gert ráð fyrir því að Rafmagnsveitur ríkisins hafi heimild til að nota 300 millj. kr. í slík verkefni. Við teljum rangt að stuðla að því að sveitarfélögin í landinu missi forræði yfir grunnþjónustu sinni, þar á meðal veitum. Þess vegna, virðulegi forseti, segi ég já við þessari tillögu.

Ég vil jafnframt geta þess að á þskj. 455 er tillaga frá okkur, sömu aðilum, Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði ásamt hv. þm. Guðjóni A. Kristjánssyni, um annars konar heildstæða lausn á rekstrarvanda sveitarfélaganna í landinu, þá sérstaklega dreifbýlissveitarfélaga.