Fjárlög 2002

Laugardaginn 08. desember 2001, kl. 16:00:35 (2866)

2001-12-08 16:00:35# 127. lþ. 47.3 fundur 1. mál: #A fjárlög 2002# frv. 158/2001, KolH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 47. fundur, 127. lþ.

[16:00]

Kolbrún Halldórsdóttir:

Herra forseti. Samkvæmt frv. því sem við nú greiðum atkvæði um er gert ráð fyrir áframhaldandi vinnu við endurbætur á húsi Þjóðminjasafns Íslands við Suðurgötu og væri draumastaðan sú að hægt væri að opna safnið á afmælisári þess árið 2003. En til þess að húsið verði ekki opnað tómt, án nokkurra þjóðminja er nauðsynlegt að ætla einhverja fjármuni til nýrrar grunnsýningar á gripum safnsins. Ekki er gert ráð fyrir neinum fjármunum í nýja sýningu í frv. þessu. Þessi tillaga Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs á að bæta úr því. Ég segi já.