Ferill 567. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


127. löggjafarþing 2001–2002.
Þskj. 888  —  567. mál.




Tillaga til þingsályktunar



um fullgildingu samnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og Jórdaníu.

(Lögð fyrir Alþingi á 127. löggjafarþingi 2001–2002.)



    Alþingi ályktar að heimila ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd samning milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og hasjemíska konungsríkisins Jórdaníu sem undirritaður var í Vaduz 21. júní 2001.

Athugasemdir við þingsályktunartillögu þessa.


    Með þingsályktunartillögu þessari er leitað heimildar Alþingis til fullgildingar á samningi milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og hasjemíska konungsríkisins Jórdaníu, sem undirritaður var í Vaduz 21. júní 2001. Samningurinn í íslenskri þýðingu ásamt frumtextanum á ensku er prentaður sem fylgiskjal með þingsályktunartillögu þessari. Bókanir og viðaukar sem fylgja samningnum munu liggja frammi á lestrarsal Alþingis.
    Frá árinu 1989 hafa EFTA-ríkin lokið gerð fríverslunarsamninga við 18 ríki. Ferli þetta hófst við lok kalda stríðsins 1989 með gerð fríverslunarsamninga við ríki Mið- og Austur-Evrópu og við Tyrkland og Ísrael. Á síðustu árum hafa EFTA-ríkin m.a. einbeitt sér að gerð fríverslunarsamninga við ríki Norður-Afríku og Miðausturlanda. Samningar eru á lokastigi við Singapúr auk þess sem viðræður hafa staðið yfir við Kanada, Túnis og Chile og gert er ráð fyrir að viðræður hefjist innan tíðar við Suður-Afríku. Jafnframt hafa farið fram könnunarviðræður við lýðveldið Júgóslavíu.
    EFTA-ríkin gera fríverslunarsamninga við ríki utan Evrópu á grundvelli ákvörðunar sem tekin var á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna í Bergen í júní 1995. Ástæðan fyrir þessari ákvörðun ráðherrafundarins var að tryggja að fyrirtæki í EFTA-ríkjunum yrðu ekki verr sett en fyrirtæki í ríkjum Evrópusambandsins í viðskiptum sínum við fyrirtæki í viðkomandi landi.
    Viðræður við Jórdaníu hófust í kjölfar undirritunar samstarfsyfirlýsingar við Jórdaníu á ráðherrafundi EFTA-ríkjanna sem haldinn var í Genf í Sviss í júní 1997. Tilgangurinn með gerð fríverslunarsamningsins við Jórdaníu er að tryggja jafnvægi milli EFTA-ríkjanna og Evrópusambandsríkjanna í viðskiptum við Jórdaníu. Evrópusambandið og Jórdanía hafa lokið gerð samnings um fríverslun sín á milli. EFTA-ríkin vilja taka þátt í þeirri viðleitni Evrópusambandsins að stuðla að viðskiptatengslum landa norðausturstrandar Miðjarðarhafs og Miðausturlanda við Evrópu og þróun í átt til fríverslunar um þetta svæði allt.
    Fríverslunarsamningurinn við Jórdaníu er hliðstæður öðrum fríverslunarsamningum sem EFTA-ríkin hafa gert. Samningurinn, eins og aðrir fríverslunarsamningar, fjallar m.a. um meðferð tolla og samsvarandi gjalda, upprunareglur og samvinnu um tollaframkvæmd, ríkiseinokun, tæknilegar reglugerðir, greiðslur og yfirfærslur, opinber innkaup, vernd hugverka, samkeppni fyrirtækja, ríkisaðstoð, undirboð og erfiðleika vegna greiðslujafnaðar, svo það
helsta sé nefnt.
    Samningurinn kveður á um fríverslun milli EFTA-ríkjanna og Jórdanía með iðnaðarvörur sem taldar eru upp í 25.–97. kafla tollskrárinnar. Samningurinn felur í sér að frá og með gildistöku hans fella EFTA-ríkin og Jórdanía niður alla innflutningstolla og gjöld á iðnaðarvörum sem upprunnar eru í aðildarríkjum samningsins. Undantekning er gerð frá þessu varðandi vörur sem upprunnar eru í EFTA-ríkjunum og taldar eru upp í viðauka III við samninginn. Tollar og gjöld á þessar iðnaðarvörur falla hins vegar niður í áföngum á allt að tólf árum eftir gildistöku samningsins.
    Í viðauka II við fríverslunarsamninginn skuldbinda EFTA-ríkin og Jórdanía sig til að fella niður alla tolla og samsvarandi gjöld á sjávarafurðir frá og með gildistöku samningsins. Þó hefur Jórdanía aðlögunartíma í eitt til þrjú ár til að fella niður tolla á fisktegundum sem nánar eru taldar upp í viðaukanum.
    Varðandi viðskipti með landbúnaðarafurðir semur hvert EFTA-ríki tvíhliða við Jórdaníu. Bókun um landbúnaðarmál milli Íslands og Jórdaníu fylgir samningnum. Skv. 7. gr. bókunarinnar öðlast hún gildi sama dag og samningurinn milli EFTA-ríkjanna og Jórdaníu.



Fylgiskjal.


SAMNINGUR
milli EFTA-ríkjanna og
hasjemíska konungsríkisins Jórdaníu.


FORMÁLSORÐ

    Lýðveldið Ísland, Furstadæmið Liechtenstein, konungsríkið Noregur og Svissneska ríkjasambandið (sem nefnast hér á eftir EFTA-ríkin) annars vegar,

    og
    Hasjemíska konungsríkið Jórdanía (sem nefnist hér á eftir Jórdanía) hins vegar, er nefnast hér á eftir einu nafni samningsaðilar:
    sem hafa í huga mikilvægi þeirra tengsla sem eru milli EFTA-ríkjanna og Jórdaníu, einkum yfirlýsinguna um samvinnu sem var undirrituð í Genf í júní 1997, og eiga þá ósk sameiginlega að styrkja þessi tengsl og koma þannig á nánum og varanlegum samskiptum,
    sem árétta stuðning sinn við sáttmála Sameinuðu þjóðanna, einkum fjölflokkalýðræði er byggist á réttarreglum og frelsi í stjórnmálum og atvinnulífi og virðingu fyrir mannréttindum, þar með talið réttindum þeirra sem tilheyra minnihlutahópum,

    sem hafa hugfastan þann ásetning sinn að stuðla á virkan hátt efnahagslegum samruna svæðisins sem Evrópa og Miðjarðarhafssvæðið mynda,
    sem eru meðvituð um að þeir þurfa að leggjast á eitt um að efla pólitískan stöðugleika og efnahagsþróun á svæðinu með því að hvetja til tvíhliða samvinnu og samvinnu milli svæða,
    sem eru þess fullvissir að samningur þessi muni skapa og styrkja stækkað og samstillt fríverslunarsvæði Evrópu og Miðjarðarhafslandanna og vera þannig mikilvægt framlag til samruna þessara svæða,


    sem hafa í huga þróun í stjórnmálum og efnahagsþróun sem átt hefur sér stað í Evrópu og í Austurlöndum nær á undanförnum árum, einkum friðarferlið í Austurlöndum nær,
    sem hafa í huga að efnahagsþróun hefur verið með mismunandi hætti í Jórdaníu og í EFTA-ríkjunum,
    sem æskja þess að skapa hagstæð skilyrði fyrir þróun og fjölbreytni í viðskiptum sín á milli og aukna samvinnu, bæði viðskiptalega og efnahagslega, á sviðum þar sem þeir eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta, á grundvelli jafnræðis, gagnkvæms ávinnings, reglunnar um bann við mismunun og þjóðaréttar,
    sem hafa í huga skuldbindingu EFTA-ríkjanna og Jórdaníu um fríverslun er byggist á réttindum og skyldum hvers þeirra um sig samkvæmt Marakess-samningnum um stofnun Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar (sem nefnist hér á eftir „WTO“) og samkvæmt öðrum marghliða, svæðisbundnum og tvíhliða gerningum um samvinnu,
    sem eru staðráðin í að beita þessum samningi með það að markmiði að varðveita og vernda umhverfið og tryggja hagkvæmustu nýtingu náttúruauðlinda í samræmi við meginregluna um sjálfbæra þróun,
    sem eru enn fremur sannfærð um að þessi samningur muni skapa skilyrði sem stuðli að samskiptum þeirra á sviði efnahagsmála, viðskiptamála og fjárfestinga með því að sett verði skilyrði um að auka smám saman frelsi í vöruviðskiptum og gefa frelsi í þjónustuviðskiptum,
    HAFA ÁKVEÐIÐ, í samræmi við framangreind markmið, að gera með sér svohljóðandi samning (hér á eftir nefndur samningurinn):

1. gr.
Markmið

1.     EFTA-ríkin og Jórdanía koma hér með á fót fríverslunarsvæði í samræmi við ákvæði samnings þessa.
2.     Samningur þessi, sem byggist á viðskiptasamböndum milli markaðshagkerfa og á meginreglum lýðræðis og því að mannréttindi séu virt, miðar að því:
a)    að efla, með auknum gagnkvæmum viðskiptum, samfellda þróun efnahagslegra samskipta EFTA-ríkjanna og Jórdaníu og stuðla þannig, bæði í EFTA-ríkjunum og Jórdaníu, að framþróun efnahagsmála, betri lífs- og atvinnuskilyrðum og aukinni framleiðni og fjárhagslegum stöðugleika;


b)    að skapa eðlileg samkeppnisskilyrði í viðskiptum milli samningsaðilanna;
c)    að stuðla þannig, með afnámi viðskiptahafta, að efnahagssamruna Evrópu og Miðjarðarhafslanda og samfelldri þróun og aukningu alþjóðaviðskipta;
d)    að stuðla að þróun jafnvægra efnahagstengsla milli samningsaðilanna á grundvelli samvinnu.


2. gr.
Gildissvið

    Samningurinn tekur til:
a)    framleiðsluvara sem heyra undir 25.–97. kafla í samræmdu vörulýsingar- og vöruheitaskránni (ST), að undanskildum þeim vörum sem skráðar eru í I. viðauka;
b)    framleiðsluvara sem tilgreindar eru í bókun A, að teknu viðeigandi tilliti til fyrirkomulags þess sem kveðið er á um í þeirri bókun;
c)    fisks og annarra sjávarafurða eins og kveðið er á um í II. viðauka;
sem upprunnar eru í EFTA-ríki eða í Jórdaníu.

3. gr.
Samvinna á sviði efnahagsmála og
tæknileg og fjárhagsleg aðstoð

1.     Samningsaðilarnir lýsa sig reiðubúna til að hafa með sér samvinnu á sviði efnahagsmála, í samræmi við innlend stefnumið, þar sem sérstök áhersla er lögð á þær atvinnugreinar sem eiga í erfiðleikum í Jórdaníu í kjölfar endurskipulagningar á því með hvaða hætti frelsi í atvinnulífinu eru aukið.
2.     Samningsaðilarnir skulu, í því skyni að greiða fyrir framkvæmd þessa samnings, samþykkja viðeigandi aðferðir við að veita tæknilega og fjárhagslega aðstoð og samvinnu viðeigandi yfirvalda sinna, einkum að því er varðar hugverk, í tollamál, tæknilegar reglur og önnur svið eftir því sem þurfa þykir. Með þetta að markmiði skulu þeir samræma aðgerðir sínar og viðeigandi alþjóðastofnana.

4. gr.
Upprunareglur og samvinna
um tollaframkvæmd

1.     Í bókun B er kveðið á um upprunareglur og fyrirkomulag á samvinnu stjórnvalda.
2.     Samningsaðilarnir skulu gera viðeigandi ráðstafanir, þar á meðal um endurskoðun af hálfu sameiginlegu nefndarinnar og fyrirkomulag á samvinnu stjórnvalda, til að tryggja að ákvæði 5., 7., 8., 9., 14. og 23. gr. samningsins og bókunar B séu framkvæmd á samræmdan og skilvirkan hátt og til að draga svo sem unnt er úr þeim formkröfum sem gerðar eru í viðskiptum, og til að finna lausn á þeim vandamálum sem af framkvæmd ákvæðanna leiðir þannig að allir geti vel við unað
3.     Á grundvelli endurskoðana sem um getur í 2. mgr. skulu samningsaðilarnir taka ákvörðun um viðeigandi ráðstafanir.

5. gr.
Innflutningstollar og gjöld sem
hafa samsvarandi áhrif

1.     Engir nýir innflutningstollar eða gjöld sem hafa samsvarandi áhrif skulu lögð á viðskipti milli EFTA-ríkjanna og Jórdaníu.
2.     Frá og með gildistöku þessa samnings skulu samningsaðilar afnema alla innflutningstolla á framleiðsluvörum, sem upprunnar eru í EFTA-ríki eða í Jórdaníu, og gjöld sem hafa samsvarandi áhrif, nema eins og kveðið er á um í III. viðauka.

6. gr.
Grunntollar

1.     Grunntollur á hverja framleiðsluvöru, sem á að fara stiglækkandi samkvæmt þessum samningi, skal samsvara bestukjaratollinum sem í gildi var 2. apríl 2000.
2.     Komi almennar tollalækkanir til framkvæmda fyrir, við eða eftir gildistöku þessa samnings, m.a. lækkanir í samræmi við skuldbindingar sem leiða af Úrúgvæ-viðræðunum og aðild Jórdaníu að Alþjóðaviðskiptastofnuninni, skulu lækkuðu tollarnir koma í stað grunntolla, sem um getur í 1. mgr., frá þeim tíma sem lækkanirnar koma til framkvæmda eða frá og með gildistöku þessa samnings, verði hún síðar.

3.     Reikna skal lækkuðu tollana í samræmi við III. viðauka með einum aukastaf eða, þegar um er að ræða sérstaka tolla, með tveimur aukastöfum.


7. gr.
Fjáröflunartollar

    Ákvæði 5. gr. gilda þar að auki um fjáröflunartolla.

8. gr.
Útflutningstollar og gjöld sem
hafa samsvarandi áhrif

1.     Engir nýir útflutningstollar eða gjöld sem hafa samsvarandi áhrif skulu lögð á viðskipti milli EFTA-ríkjanna og Jórdaníu.
2.     EFTA-ríkin og Jórdanía skulu, frá og með gildistöku þessa samnings, afnema alla útflutningstolla á framleiðsluvörum og gjöld sem hafa samsvarandi áhrif, nema eins kveðið er á um í IV. viðauka.

9. gr.
Magntakmarkanir á innflutningi eða útflutningi og ráðstafanir sem hafa samsvarandi áhrif

1.     Engar nýjar magntakmarkanir skulu settar á innflutning eða útflutning né ráðstafanir gerðar sem hafa samsvarandi áhrif á viðskipti milli EFTA-ríkjanna og Jórdaníu.
2.     EFTA-ríkin og Jórdanía skulu, frá og með gildistöku þessa samnings, afnema magntakmarkanir á innflutningi eða útflutningi og ráðstafanir sem hafa samsvarandi áhrif, nema eins og kveðið er á um í V. viðauka.

10. gr.
Almennar undantekningar

    Samningurinn kemur ekki í veg fyrir að leggja megi bönn eða takmarkanir á innflutning, útflutning eða umflutning vöru sem réttlætist af almennu siðgæði, allsherjarreglu eða almannaöryggi, verndun lífs og heilsu manna eða dýra, gróður- eða umhverfisvernd, verndun þjóðarverðmæta er hafa listrænt, sögulegt eða fornfræðilegt gildi, verndun hugverka, reglum um meðferð á gulli og silfri eða verndun takmarkaðra náttúruauðlinda, séu slíkar ráðstafanir gerðar í tengslum við takmarkanir á framleiðslu eða neyslu innan lands. Slík bönn eða takmarkanir mega þó ekki leiða til geðþóttabundinnar mismununar eða til þess að duldar takmarkanir séu lagðar á viðskipti milli samningsaðilanna.


11. gr.
Ríkiseinkasala

    EFTA-ríkin og Jórdanía skulu tryggja í áföngum aðlögun á ríkiseinkasölu í viðskiptum, með þeim undanþágum sem er mælt fyrir um í bókun C og með fyrirvara um Hinn almenna samning um tolla og viðskipti frá 1994 (hér á eftir nefndur „GATT-samningurinn frá 1994“,) þannig að ríkisborgurum EFTA-ríkja og Jórdaníu verði ekki mismunað að því er varðar skilyrði til aðdrátta og markaðssetningar á vörum við lok fimmta ársins frá gildistöku þessa samnings. Senda skal sameiginlegu nefndinni upplýsingar um þær ráðstafanir sem eru samþykktar til að koma þessu markmiði í framkvæmd.


12. gr.
Tæknilegar reglur

1.     Samningsaðilar skulu hafa með sér samvinnu á sviði tæknilegra reglna, stöðlunar og samræmismats og stuðla að lausnum sem nýtast hvarvetna á alþjóðavettvangi með viðeigandi ráðstöfunum. Sameiginlega nefndin skal taka saman viðmiðunarreglur vegna framkvæmdar þessarar málsgreinar.
2.     Samningsaðilar samþykkja að hafa tafarlaust samráð innan sameiginlegu nefndarinnar til að finna viðeigandi lausn telji samningsaðili að annar samningsaðili hafi gert ráðstafanir sem gætu skapað eða hafi skapað tæknilega hindrun í viðskiptum, eins og skilgreint er í samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um tæknilegar viðskiptahindranir.
3.     Farið skal með skuldbindingar samningsaðila, um að tilkynna drög að tæknilegum reglugerðum, í samræmi við ákvæði í samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um tæknilegar viðskiptahindranir.

13. gr.
Viðskipti með landbúnaðarafurðir

1.     Samningsaðilar lýsa sig reiðubúna, að því marki sem stefna þeirra í landbúnaðarmálum leyfir, að stuðla að samstilltri þróun viðskipta með landbúnaðarafurðir.
2.     Til að ná þessum markmiðum hefur hvert EFTA-ríki gert tvíhliða samning við Jórdaníu um ráðstafanir til að greiða fyrir viðskiptum með landbúnaðarafurðir.
3.     Samningsaðilar skulu beita reglum sínum um hollustuhætti eða heilbrigði dýra og plantna án mismununar og skulu ekki gera nýjar ráðstafanir sem gætu torveldað viðskipti með ótilhlýðilegum hætti.

14. gr.
Innlendir skattar og reglur

1.     Samningsaðilar skulu leggja á innlenda skatta og önnur gjöld og beita innlendum reglum í samræmi við III. gr. GATT-samningsins frá 1994 og aðra viðeigandi samninga Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
2.     Útflytjendur skulu ekki njóta hærri endurgreiðslu á innlendum sköttum en nemur beinum og óbeinum sköttum á framleiðsluvörur sem eru fluttar út til yfirráðasvæðis samningsaðila.

15. gr.
Greiðslur og yfirfærslur

1.     Engar hömlur má leggja á greiðslur tengdar viðskiptum milli EFTA-ríkis og Jórdaníu eða yfirfærslur á slíkum greiðslum til yfirráðasvæðis samningsaðila þar sem kröfuhafi er búsettur.
2.     Samningsaðilar skulu forðast að takmarka veitingu, endurgreiðslu eða móttöku lána til skamms eða meðallangs tíma vegna viðskipta sem íbúi á yfirráðasvæði samningsaðila á hlut að, með því að setja höft á gjaldeyrisviðskipti eða með stjórnsýsluathöfnum sem leiða til takmörkunar.
3.     Ekki skal gera takmarkandi ráðstafanir vegna yfirfærslna í tengslum við fjárfestingar, sérstaklega ekki vegna heimsendingar fjárhæða sem hafa verið notaðar til fjárfestingar eða endurfjárfestingar og hvers konar tekna af þeim.

16. gr.
Opinber innkaup

1.     Samningsaðilar telja það ófrávíkjanlegt markmið samnings þessa að auka frelsi á opinberum innkaupamörkuðum sínum án allrar mismununar og á grundvelli gagnkvæmni.
2.     Í þessu skyni skulu samningsaðilar setja reglur innan ramma sameiginlegu nefndarinnar með það í huga að tryggja slíkt frelsi. Taka skal tilhlýðilegt tillit til þróunar sem á sér stað á vettvangi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
3.     Hlutaðeigandi samningsaðilar skulu leitast við að gerast aðilar að samningi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um opinber innkaup.

17. gr.
Hugverkavernd

1.     Samningsaðilunum ber að gera ráðstafanir til að veita og tryggja nægilega og árangursríka vernd hugverkaréttar án mismununar, þar með taldar ráðstafanir til að vernda þessi réttindi gegn brotum, einkum eftirlíkingu og ólöglegri nýtingu, í samræmi við ákvæði þessarar greinar, VI. viðauka við þennan samning og þá alþjóðasamninga sem um getur í honum.
2.     Samningsaðilarnir skulu ekki veita ríkisborgurum annarra samningsaðila lakari meðferð en þeir veita eigin ríkisborgurum. Undanþágur frá þessari skuldbindingu skulu veittar í samræmi við efnisleg ákvæði 3. gr. samningsins Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um hugverkarétt í viðskiptum (sem nefnist hér á eftir TRIPS-samningurinn).
3.     Samningsaðilarnir skulu ekki veita ríkisborgurum annarra samningsaðila lakari meðferð en veitt er ríkisborgurum annarra ríkja. Undanþágur frá þessari skuldbindingu skulu veittar í samræmi við efnisleg ákvæði TRIPS-samningsins, einkum 4. og 5. gr. Í samræmi við d-lið 4. gr. TRIPS-samningsins er undanþegið þessari skuldbindingu hyglun, vild, forréttindi eða friðhelgi, sem tilkomin er vegna gildandi alþjóðasamninga við gildistöku þessa samnings og hinum samningsaðilunum er tilkynnt um eigi síðar er sex mánuðum eftir gildistöku þessa samnings, að því tilskildu að slíkt valdi ekki geðþóttabundinni eða óréttlætanlegri mismunun gagnvart ríkisborgurum hinna samningsaðilanna. Samningsaðilar eru undanþegnir kröfu um tilkynningu ef þeir hafa þegar sent TRIPS-ráðinu slíka tilkynningu. Undanþágur frá þessari skuldbindingu skulu vera í samræmi við efnisleg ákvæði TRIPS-samningsins, einkum 4. og 5. gr.
4.     Samningsaðilarnir samþykkja, að beiðni samningsaðila, að endurskoða ákvæði þessarar greinar og VI. viðauka um vernd hugverkaréttinda með það í huga að auka þessa vernd enn frekar og forðast eða ráða bót á röskun í viðskiptum sem stafar af verndun hugverkaréttinda eins og hún er núna.


18. gr.
Reglur um samkeppni fyrirtækja

1.     Eftirfarandi samrýmist ekki réttri framkvæmd þessa samnings að því leyti sem það hefur áhrif á viðskipti milli EFTA-ríkis og Jórdaníu:
a)    allir samningar milli fyrirtækja, ákvarðanir samtaka fyrirtækja og samstilltar aðgerðir fyrirtækja sem miða að því að koma í veg fyrir, takmarka eða raska samkeppni eða leiða til slíks;

b)    misnotkun eins eða fleiri fyrirtækja á yfirburðastöðu á yfirráðasvæðum samningsaðila í heild eða á verulegum hluta þeirra.
2.     Ákvæði 1. mgr. skulu einnig gilda um starfsemi opinberra fyrirtækja og fyrirtækja sem njóta sér- eða einkaréttinda er samningsaðilar hafa veitt þeim, en beiting ákvæðanna má þó ekki hindra, að lögum eða í raun, framkvæmd opinberra verkefna sem þeim eru fengin.
3.     Telji samningsaðili fimm árum eftir gildistöku þessa samnings að tiltekið athæfi, sem um getur í 1. og 2. mgr., skaði eða geti skaðað hagsmuni hans alvarlega eða valdið innlendum iðnaði hans umtalsverðum skaða er honum heimilt að grípa til viðeigandi ráðstafana samkvæmt skilyrðunum og í samræmi við þá málsmeðferð sem mælt er fyrir um í 25. gr.
4.     Sameiginlega nefndin skal með hliðsjón af efnahagsástandinu í Jórdaníu ákveða hvort rétt sé að framlengja tímabilið, sem um getur í 3. mgr., um önnur fimm ár.
5.     Með fyrirvara um 4. mgr. og að loknu því tímabili sem tíundað er í 3. mgr. er samningsaðila heimilt að gera viðeigandi ráðstafanir samkvæmt þeim skilmálum og í samræmi við þá málsmeðferð sem er mælt er fyrir um í 25. gr. telji hann að tiltekið athæfi samrýmist ekki ákvæðum 1. og 2. mgr.


19. gr.
Styrkir

1.     Farið skal með réttindi og skyldur samningsaðilanna varðandi styrki og jöfnunarráðstafanir í samræmi við XVI. gr. GATT-samningsins frá 1994 og samning Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um styrki og jöfnunarráðstafanir, nema kveðið sé á um annað í þessari grein.
2.     Samningsaðilarnir skulu sjá til þess að ráðstafanir sem felast í styrkjum séu gagnsæjar með því að tilkynna þær til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar skv. 1. mgr. XVI. gr. í GATT-samningnum frá 1994 og 25. gr. samnings Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar um styrki og jöfnunarráðstafanir.
3.     Áður en EFTA-ríki eða Jórdanía, eftir því sem við á, hefur rannsókn í því skyni að ákvarða hvort og að hve miklu leyti styrkir eru veittir í Jórdaníu eða EFTA-ríki og áhrif þess eins og kveðið er á um í 11. gr. samningsins um styrki og jöfnunarráðstafanir skal sá samningsaðili sem hyggst hefja rannsókn tilkynna þá skriflega þeim samningsaðila sem sætir rannsókn á vörum sínum tilkynningu um það og veita 45 daga frest til samráðs, frá móttöku tilkynningarinnar, til að leita lausnar sem allir samningsaðilar geta sætt sig við. Samráð skal fara fram í sameiginlegu nefndinni ef samningsaðili fer fram á það innan 20 daga frá viðtöku tilkynningarinnar.

20. gr.
Undirboð

    Komist EFTA-ríki að raun um að undirboðum, í skilningi VI. gr. GATT-samningsins frá 1994, sé beitt í viðskiptum við Jórdaníu eða verði Jórdanía vart við að undirboðum í þessum skilningi sé beitt í viðskiptum við EFTA-ríki getur viðkomandi samningsaðili gert viðeigandi ráðstafanir í samræmi við samkomulagið um framkvæmd VI. gr. GATT-samningsins frá 1994 og þá málsmeðferð sem mælt er fyrir um í 25. gr.

21. gr.
Neyðaraðgerðir vegna innflutnings
tiltekinna framleiðsluvara

    Þegar innflutningur tiltekinna framleiðsluvara eykst svo mjög eða á sér stað við slík skilyrði að það veldur eða gæti valdið:
a)    alvarlegum skaða fyrir innlenda framleiðendur sambærilegra framleiðsluvara eða samkeppnisvara á yfirráðasvæði samningsaðilans sem flytur inn, eða
b)    alvarlegri röskun í einstökum greinum atvinnulífsins,
er viðkomandi samningsaðila heimilt að gera viðeigandi ráðstafanir samkvæmt þeim skilmálum og í samræmi við þá málsmeðferð sem mælt er fyrir um í 25. gr.

22. gr.
Endurskipulagning

1.     Jórdaníu er heimilt, í takmarkaðan tíma, að gera sérstakar ráðstafanir, sem víkja frá ákvæðum 4. gr., í formi tollahækkunar eða endurupptöku tolla.

2.     Ráðstafanirnar skulu eingöngu vernda nýjan iðnað eða einstakar greinar atvinnulífs sem verið er að endurskipuleggja eða sem standa frammi fyrir alvarlegum erfiðleikum, einkum þegar erfiðleikarnir skapa mikil félagsleg vandamál.
3.     Heildarverðtollar og gjöld vegna endurskipulagningar sem kunna að vera lögð á upprunavörur frá EFTA-ríkjunum í Jórdaníu mega ekki fara yfir 25% eftir að ráðstafanirnar eru komnar til framkvæmda og skulu vörur upprunnar í EFTA-ríkjunum njóta að einhverju leyti fríðinda umfram aðrar vörur. Árlegt heildarverðmæti innfluttra vara, sem þessar ráðstafanir taka til, skal ekki fara yfir 20% af árlegu heildarverðmæti innfluttra iðnaðarvara í EFTA-ríkjunum á síðustu þremur árum sem hagtölur eru til fyrir.

4.     Beita má þessum ráðstöfunum í fimm ár hið lengsta nema sameiginlega nefndin heimili lengra tímabil. Þær skulu ekki gilda lengur en til loka 12 ára aðlögunartímabils.

5.     Ekki er heimilt að gera slíkar ráðstafanir vegna framleiðsluvara ef lengri tími en fjögur ár er liðinn frá því að allir tollar voru felldir niður svo og magntakmarkanir eða gjöld eða ráðstafanir sem hafa samsvarandi áhrif á framleiðsluvöruna.
6.     Jórdaníu ber að tilkynna sameiginlegu nefndinni um allar sérstakar ráðstafanir sem það hyggst beita og, að beiðni EFTA-ríkjanna, hafa samráð um þær og málefni viðkomandi atvinnugreinar í sameiginlegu nefndinni áður en þeim er beitt. Ef Jórdanía gerir slíkar ráðstafanir ber því að afhenda sameiginlegu nefndinni áætlun um afnám tollanna sem lagðir eru á samkvæmt þessari grein. Í áætluninni skal gera grein fyrir afnámi tollanna í jöfnum árlegum áföngum sem hefjist eigi síðar en tveimur árum eftir að þeim er komið á, nema sameiginlega nefndin ákveði aðra áætlun.
7.     Þrátt fyrir 5. mgr. þessarar greinar er sameiginlegu nefndinni heimilt að gera undantekningu og heimila Jórdaníu að viðhalda ráðstöfunum, sem hafa áður verið gerðar skv. 1. mgr., í allt að þrjú ár umfram 12 ára aðlögunartímabilið í því skyni að taka tillit til erfiðleika við að koma á fót nýjum iðnaði og ef verið er að endurskipuleggja tilteknar atvinnugreinar eða sérstakir erfiðleikar steðja að þeim.


23. gr.
Endurútflutningur og alvarlegur vöruskortur

    Leiði beiting ákvæðanna í 8. og 9. gr. til þess að:

a)    framleiðsluvara verði flutt aftur út til þriðja lands og samningsaðilinn, sem flytur út, hefur beitt magntakmörkunum á útflutning, útflutningstollum eða ráðstöfunum eða gjöldum sem hafa samsvarandi áhrif gagnvart útflutningi umræddrar framleiðsluvöru þangað, eða
b)    alvarlegur skortur verði eða gæti orðið á vöru sem er nauðsynleg fyrir samningsaðila sem flytur út,
og þar sem ofangreindar aðstæður valda eða gætu valdið samningsaðilanum sem flytur úr alvarlegum erfiðleikum er þeim samningsaðila heimilt að gera viðeigandi ráðstafanir samkvæmt þeim skilmálum og í samræmi við þá málsmeðferð sem mælt er fyrir um í 25. gr. Þessar ráðstafanir skulu vera án mismununar og skulu afnumdar þegar aðstæður réttlæta þær ekki lengur.

24. gr.
Erfiðleikar vegna greiðslujafnaðar

1.     Samningsaðilar skulu reyna að forðast að gera takmarkandi ráðstafanir vegna greiðslujafnaðar.

2.     Eigi samningsaðili í alvarlegum erfiðleikum með greiðslujöfnuð eða yfirvofandi hætta er á því er honum heimilt að gera takmarkandi ráðstafanir í viðskiptum, samkvæmt þeim skilmálum sem settir eru í GATT-samningnum frá 1994 og samkomulaginu um ákvæði um greiðslujöfnuð í GATT-samningnum frá 1994, sem skulu vara í takmarkaðan tíma og vera án mismununar og ekki hafa víðtækari áhrif en þörf er á til að leysa erfiðleika vegna greiðslujafnaðar. Ráðstafanir sem hafa áhrif á vöruverð skulu hafa forgang og skal aflétta þeim smám saman eftir því sem erfiðleikar vegna greiðslujafnaðar minnka og með öllu þegar aðstæður réttlæta þær ekki lengur. EFTA-ríkjunum eða Jórdaníu, eftir því sem við á, ber að tilkynna öðrum samningsaðilum og sameiginlegu nefndinni þegar í stað um slíkar ráðstafanir, helst áður en þær eru gerðar, og leggja fram eins fljótt og unnt er tímaáætlun um afnám þeirra. Sameiginlega nefndin skal kanna, fari einhver samningsaðilanna fram á það, hvort þörf er á að viðhalda ráðstöfunum sem gerðar hafa verið.

25. gr.
Málsmeðferð við beitingu
verndarráðstafana

1.     Áður en hafist er handa við að beita þeim verndarráðstöfunum, sem tilgreindar eru í eftirfarandi málsgreinum, skulu samningsaðilarnir leita lausnar á ágreiningi sín í milli með beinu samráði og tilkynna öðrum samningsaðilum þar um.
2.     Með fyrirvara um 6. mgr. þessarar greinar ber samningsaðila, sem íhugar að beita verndarráðstöfunum, að tilkynna öðrum samningsaðilum og sameiginlegu nefndinni þegar þar um og láta þeim í té allar upplýsingar sem málið varða. Samningsaðilarnir skulu hefja viðræður innan sameiginlegu nefndarinnar án tafar til að leita lausnar sem allir samningsaðilar geta sætt sig við.
         3. a) Að því er varðar 18. gr. skulu samningsaðilarnir sem í hlut eiga veita sameiginlegu nefndinni nauðsynlega aðstoð til að rannsaka málið og, ef við á, binda enda á athæfið sem mótmælt hefur verið. Hafi samningsaðilinn sem í hlut á ekki bundið enda á athæfið sem mótmælt er innan þess tíma sem sameiginlega nefndin ákveður, eða ef nefndin kemst ekki að samkomulagi eftir samráð eða þrjátíu dögum eftir að málinu var vísað til hennar, er viðkomandi samningsaðila heimilt að gera þær ráðstafanir sem hann telur nauðsynlegar til að leysa erfiðleikana sem stafa af viðkomandi athæfi.
b)    Að því er varðar 20. gr. skal samningsaðilinn, sem flytur út, fá upplýsingar um undirboð um leið og yfirvöld í landi innflutningsaðila hefja rannsókn. Hafi undirboðum í skilningi VI. gr. GATT-samningsins frá 1994 ekki verið hætt eða önnur viðeigandi lausn fundist innan 30 daga frá því tilkynningin barst er innflutningsaðilanum heimilt að gera viðeigandi ráðstafanir.

c)    Að því er varðar 21. og 23. gr. skal sameiginlega nefndin rannsaka málið og taka þá ákvörðun sem þörf er á til að binda enda á erfiðleika sem samningsaðili hefur tilkynnt um. Hafi engin ákvörðun verið tekin þrjátíu dögum eftir að málinu var vísað til sameiginlegu nefndarinnar er hlutaðeigandi samningsaðila heimilt að gera þær ráðstafanir sem hann telur nauðsynlegar til að bæta úr ástandinu.
d)    Að því er varðar 32. gr. skal hlutaðeigandi samningsaðili láta sameiginlegu nefndinni í té allar upplýsingar sem máli skipta við nákvæma rannsókn málsins til að leita lausnar sem allir aðilar geta sætt sig við. Finni sameiginlega nefndin enga lausn eða ef níutíu dagar eru liðnir frá því að tilkynnt var um málið er hlutaðeigandi samningsaðila heimilt að gera viðeigandi ráðstafanir.

4.     Skylt er að tilkynna öllum samningsaðilum og sameiginlegu nefndinni þegar í stað um verndarráðstafanir sem gerðar eru. Umfang þeirra og gildistími skal takmarkast við það sem óhjákvæmilegt er til að bæta úr því ástandi sem leiddi til beitingar þeirra og skulu þær ekki vera umfangsmeiri en sá skaði sem umrætt athæfi eða erfiðleikar hafa valdið. Val á forgangsráðstöfunum skal miðast við að raska sem minnst framkvæmd þessa samnings. Ráðstafanir sem Jórdanía gerir vegna aðgerða eða aðgerðaleysis EFTA-ríkis skulu einungis hafa áhrif á viðskipti við það ríki. Einungis EFTA-ríki eða EFTA-ríkjum, sem hafa í viðskiptum orðið fyrir áhrifum af aðgerðum eða aðgerðaleysi Jórdaníu, er heimilt að gera ráðstafanir sem beinast gegn slíkum aðgerðum eða aðgerðaleysi.
5.     Efna skal til reglubundins samráðs um verndarráðstafanir í sameiginlegu nefndinni og leita leiða til að slaka á þeim, finna aðra valkosti í stað þeirra eða afnema þær þegar aðstæður réttlæta þær ekki lengur.

6.     Ef óvenjulegar aðstæður kalla á tafarlausar aðgerðir og útiloka að þær verði kannaðar fyrir fram getur viðkomandi samningsaðili, í tilvikum sem um ræðir í 20., 21. og 23. gr. gripið strax til varúðar- og bráðabirgðaráðstafana sem brýn þörf er á til að bæta ástandið. Tilkynna ber um ráðstafanirnar án tafar og efna sem fyrst til samráðs milli samningsaðila innan sameiginlegu nefndarinnar.


26. gr.
Undantekningar af öryggisástæðum

    Ekkert í þessum samningi kemur í veg fyrir að samningsaðili geri ráðstafanir sem hann telur nauðsynlegar:
a)    til að koma í veg fyrir að gefnar séu upplýsingar sem eru andstæðar mikilvægum öryggishagsmunum hans,
b)    til að vernda mikilvæga öryggishagsmuni sína eða standa við skuldbindingar sínar á alþjóðavettvangi eða yfirlýsta stefnu
    i)        að því er snertir viðskipti með vopn, skotfæri og hergögn, að því tilskildu að ráðstafanirnar raski ekki samkeppnisstöðu að því er snertir framleiðsluvörur sem eru ekki ætlaðar sérstaklega til hernaðar, og önnur viðskipti með vörur, efni eða þjónustu sem er beint eða óbeint í þágu hernaðaraðila, eða


    ii)    varðandi bann við dreifingu efna- og lífefnavopna, kjarnavopna eða annarra kjarnasprengna, eða
    iii)    á stríðstímum eða þegar alvarleg spenna ríkir í alþjóðamálum

27. gr.
Þróunarákvæði

1.     Samningsaðilar skuldbinda sig til að endurskoða þennan samning í ljósi frekari þróunar efnahagslegra samskipta á alþjóðavettvangi, svo sem innan ramma Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar og kanna, í ljósi þeirra þátta sem máli skipta, möguleika á að þróa og styrkja frekar þá samvinnu sem til hefur verið stofnað með þessum samningi og láta hana ná til sviða sem hann tekur ekki til. Samningsaðilar geta falið sameiginlegu nefndinni að kanna þennan möguleika og leggja fram tillögur þar að lútandi þegar við á, einkum með það fyrir augum að hefja samningsviðræður.
2.     Samningar, sem kunna að verða gerðir samkvæmt þeirri málsmeðferð sem um getur í 1. mgr., eru háðir fullgildingu eða samþykki samningsaðila eins og gert er ráð fyrir í málsmeðferðarreglum þeirra.

28. gr.
Þjónusta og fjárfestingar

1.     Samningsaðilarnir viðurkenna vaxandi mikilvægi tiltekinna greina, svo sem á sviði þjónustu og fjárfestinga. Í viðleitni sinni til að þróa smám saman og víkka samstarf sitt, einkum með hliðsjón af samruna Evrópu og Miðjarðarhagssvæðisins, munu þeir vinna saman að því markmiði að auka fjárfestingar og auka smám saman frelsi og opna markaði sína hver fyrir öðrum í þjónustuviðskiptum, með hliðsjón af starfsemi á vegum Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar.
2.     EFTA-ríkin og Jórdanía skulu endurskoða þróun á sviði þjónustu með það fyrir augum að skoða möguleika á auknu frelsi sín á milli.
3.     EFTA-ríkin og Jórdanía skulu ræða þessa samvinnu í sameiginlegu nefndinni með það fyrir augum að þróa og styrkja tengsl sín samkvæmt samningnum.

29. gr.
Sameiginlega nefndin

1.     Sameiginleg nefnd, sem í eiga sæti fulltrúar samningsaðilanna, skal hafa umsjón með og annast framkvæmd þessa samnings og skal hún jafnframt starfa samkvæmt yfirlýsingunni sem var undirrituð í Genf í júní 1997.
2.     Til að framkvæmd samningsins verði eins og til er ætlast skulu samningsaðilarnir skiptast á upplýsingum og, að beiðni samningsaðila, efna til samráðs í sameiginlegu nefndinni. Sameiginlega nefndin skal af og til kanna frekari möguleika á að fjarlægja þær hindranir sem eftir standa í vegi fyrir viðskiptum milli EFTA-ríkjanna og Jórdaníu.
3.     Sameiginlegu nefndinni er heimilt að taka ákvarðanir í málum sem kveðið er á um í þessum samningi. Í öðrum málum er sameiginlegu nefndinni heimilt að gera tillögur.

30. gr.
Störf sameiginlegu nefndarinnar

1.     Til að annast framkvæmd þessa samnings eins og til er ætlast kemur sameiginlega nefndin saman eins oft og nauðsyn ber til en allajafna einu sinni á ári. Sérhverjum samningsaðila er heimilt að óska eftir fundi.
2.     Ákvarðanir nefndarinnar skulu samþykktar samhljóða.
3.     Hafi fulltrúi samningsaðila í sameiginlegu nefndinni samþykkt ákvörðun með fyrirvara um að uppfyllt verði stjórnskipuleg skilyrði skal ákvörðunin taka gildi þann dag sem tilkynnt er að fallið hafi verið frá fyrirvaranum, ef ekki er kveðið á um síðari gildistökudag í ákvörðuninni.
4.     Samkvæmt þessum samningi setur sameiginlega nefndin sér starfsreglur er kveða meðal annars á um hvernig boða skal til fundar, hver veitir nefndinni formennsku og hve lengi formaður skal sitja.

5.     Sameiginlega nefndin getur ákveðið að skipa undirnefndir og vinnuhópa sem hún telur þörf á til aðstoðar við að inna skyldur sínar af hendi.

31. gr.
Málsmeðferð við lausn deilumála

1.     Samningsaðilar skulu ætíð leitast við að ná samkomulagi um túlkun og beitingu þessa samnings og gera sitt ýtrasta á grundvelli samvinnu og samráðs til að álykta með þeim hætti sem allir aðilar geta sætt sig við um hvert það málefni sem getur haft áhrif á framkvæmd hans.
2.     Samningsaðili getur, með skriflegum hætti, farið fram á samráð við annan samningsaðila um raunverulegar eða fyrirhugaðar ráðstafanir eða önnur málefni sem hann telur að haft geti áhrif á framkvæmd þessa samnings. Samningsaðili sem fer fram á samráð skal jafnframt tilkynna öðrum samningsaðilum skriflega um það og veita allar viðeigandi upplýsingar.
3.     Samráðið skal fara fram í sameiginlegu nefndinni ef einhver samningsaðilanna fer fram á það innan tuttugu daga frá viðtöku tilkynningarinnar, sem um getur í 2. mgr., með það í huga að finna lausn sem allir aðilar geta sætt sig við.
4.     Heimilt er að einn eða fleiri aðilar að deilum, er lúta að túlkun á réttindum og skyldum samningsaðilanna og hafa ekki verið leystar með beinum viðræðum í sameiginlegu nefndinni innan níutíu daga frá viðtöku beiðnar um samráð, vísi deilunni til gerðardóms með skriflegri tilkynningu sem deiluaðili stílar á deiluaðilann sem kæran beinist gegn. Senda skal afrit af tilkynningunni til allra samningsaðilanna.


5.     Fjallað er um stofnun og starfsemi gerðardómsins í VII. viðauka.
6.     Gerðardómurinn skal leysa deilur í samræmi við ákvæði þessa samnings sem eru túlkuð og þeim beitt í samræmi við viðeigandi reglur um túlkun þjóðaréttar.

7.     Úrskurður gerðardóms er endanlegur og bindandi fyrir deiluaðila.

32. gr.
Uppfylling skuldbindinga

1.     Samningsaðilarnir skulu gera allar ráðstafanir sem nauðsynlegar eru til að tryggja að markmið þessa samnings náist og til að uppfylla skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum.
2.     Telji EFTA-ríki að Jórdanía hafi ekki eða telji Jórdanía að EFTA-ríki hafi ekki uppfyllt skuldbindingu samkvæmt þessum samningi getur viðkomandi samningsaðili gert viðeigandi ráðstafanir samkvæmt þeim skilmálum og í samræmi við þá málsmeðferð sem mælt er fyrir um í 25. gr.

33. gr.
Viðaukar og bókanir

    Viðaukar og bókanir við samning þennan eru óaðskiljanlegur hluti hans. Sameiginlega nefndin getur ákveðið að gera breytingar á viðaukum og bókunum.

34. gr.
Viðskiptasambönd sem falla
undir þennan samning

    Samningur þessi gildir um viðskiptasambönd milli einstakra EFTA-ríkja annars vegar og Jórdaníu hins vegar en ekki um viðskiptasambönd milli einstakra EFTA-ríkja nema kveðið sé á um annað í þessum samningi.


35. gr.
Svæðisbundið gildissvið

    Samningur þessi tekur til yfirráðasvæða samningsaðila, nema kveðið sé á um annað í bókun D.

36. gr.
Tollabandalög, fríverslunarsvæði,
landamæraviðskipti og aðrir fríðindasamningar

    Samningur þessi skal ekki koma í veg fyrir að tollabandalögum, fríverslunarsvæðum, samningum um landamæraviðskipti og öðrum fríðindasamningum verði haldið við eða til þeirra stofnað, svo fremi það hafi ekki neikvæð áhrif á fyrirkomulag viðskiptanna sem kveðið er á um í þessum samningi.

37. gr.
Breytingar

1.     Þegar sameiginlega nefndin hefur samþykkt breytingar á þessum samningi, aðrar en þær sem um getur í 33. gr., skulu þær lagðar fyrir samningsaðila til staðfestingar, fullgildingar eða samþykkis.
2.     Breytingarnar skulu öðlast gildi á fyrsta degi þriðja mánaðar eftir að síðasta skjalinu um fullgildingu, staðfestingu eða samþykki hefur verið komið í vörslu, nema sameiginlega nefndin ákveði annað.
3.     Texta breytinga og skjölum um staðfestingu skal komið í vörslu hjá vörsluaðila.


38. gr.
Aðild

1.     Sérhvert ríki sem gerist aðili að Fríverslunarsamtökum Evrópu getur gerst aðili að samningi þessum, ákveði sameiginlega nefndin að samþykkja aðild þess með þeim kjörum og skilyrðum sem sett kunna að verða í þeirri ákvörðun, enda semji inngönguríkið um aðildina við hlutaðeigandi samningsaðila. Aðildarskjalinu skal komið í vörslu hjá vörsluaðila.

2.     Að því er varðar inngönguríki skal samningurinn taka gildi á fyrsta degi þriðja mánaðar eftir að aðildarskjali þess hefur verið afhent til vörslu.


39. gr.
Uppsögn og niðurfelling samningsins

1.     Sérhver samningsaðili getur dregið til baka aðild sína með því að tilkynna vörsluaðila það skriflega. Uppsögnin tekur gildi sex mánuðum eftir að tilkynningin berst vörsluaðila.
2.     Dragi Jórdanía aðild sína til baka fellur þessi samningur úr gildi þegar uppsagnarfresturinn er liðinn og ef öll EFTA-ríkin draga aðild sína til baka fellur þessi samningur úr gildi við lok síðasta uppsagnarfrests.
3.     Ef EFTA-ríki dregur til baka aðild sína að samningnum um stofnun Fríverslunarsamtaka Evrópu fellur aðild þess að samningi þessum af þeim sökum niður sama dag og uppsögnin tekur gildi.


40. gr.
Gildistaka

1.     Samningur þessi öðlast gildi 1. janúar 2002 gagnvart þeim undirritunaraðilum, sem hafa komið skjölum sínum um fullgildingu og staðfestingu til vörsluaðilans, að því tilskildu að Jórdanía hafi afhent skjöl sín um fullgildingu og staðfestingu sínum til vörslu.

2.     Þegar um er að ræða undirritunaraðila sem afhendir skjöl sín um fullgildingu eða staðfestingu til vörslu eftir 1. janúar 2002 öðlast samningurinn gildi á fyrsta degi þriðja mánaðar eftir að skjalinu hefur verið afhent til vörslu, að því tilskildu að samningurinn öðlist gildi gagnvart Jórdaníu eigi síðar en þann dag.
3.     Undirritunaraðili getur, þegar við undirritun, lýst því yfir að geti samningurinn ekki tekið gildi gagnvart honum 1. janúar 2002 muni hann fyrst í stað beita ákvæðum samnings þessa til bráðabirgða. Beiting til bráðabirgða kemur því aðeins til greina fyrir EFTA-ríki að samningurinn hafi tekið gildi gagnvart Jórdaníu eða að Jórdanía beiti ákvæðum samningsins til bráðabirgða.


41. gr.
Vörsluaðili

    Ríkisstjórn Noregs gegnir hlutverki vörsluaðila.


    ÞESSU TIL STAÐFESTU hafa undirritaðir, sem til þess hafa fullt umboð, undirritað samning þennan.

    GJÖRT í Vadus 21. júní 2001 í einu fullgiltu eintaki á ensku og skal það afhent til vörslu hjá ríkisstjórn Noregs. Vörsluaðili skal senda öllum ríkjum sem undirritað hafa samninginn og inngönguríkjum staðfest afrit.

AGREEMENT
between the EFTA States and the
Hashemite Kingdom of Jordan


PREAMBLE

    The Republic of Iceland, the Principality of Liechtenstein, the Kingdom of Norway, the Swiss Confederation (hereinafter called the EFTA States), on the one part,
    and
    the Hashemite Kingdom of Jordan (hereinafter called Jordan), on the other, hereinafter referred to collectively as the Parties:
    Considering the importance of the links existing between the EFTA States and Jordan, in particular the Declaration on Co-operation signed in Geneva in June 1997, and recognising the common wish to strengthen these links, thus establishing close and lasting relations,
    Reaffirming their commitment to the principles of the United Nations Charter, in particular pluralistic democracy based on the rule of law and political and economic freedoms and observance of human rights, including rights of persons belonging to minorities,
    Recalling their intention to participate actively in the process of economic integration in the Euro-Mediterranean region,
    Conscious of the need to associate their efforts to strengthen political stability and economic development in the region through the encouragement of bilateral and regional co-operation,
    Firmly convinced that this Agreement will contribute to the creation and strengthening of an enlarged and harmonious free trade area between European and Mediterranean countries, thus constituting an important contribution to Euro-Mediterranean integration,
    Considering the political and economic developments, which have taken place in Europe and in the Middle East in the past years, in particular the Middle East peace process,
    Considering disparities in economic development between Jordan and the EFTA States,

    Desiring to create favourable conditions for the development and diversification of trade between them and for the promotion of commercial and economic co-operation in areas of common interest on the basis of equality, mutual benefit, non-discrimination and international law,

    Considering the commitment of the EFTA States and Jordan to free trade, building on their respective rights and obligations under the Marrakesh Agreement Establishing the World Trade Organization, (hereinafter referred to as "the WTO"), and under other multilateral, regional and bilateral instruments of co-operation,
    Determined to implement this Agreement with the objective to preserve and protect the environment and to ensure an optimal use of natural resources in accordance with the principle of sustainable development,
    Also convinced that this Agreement will by establishing the conditions for the progressive liberalisation of trade in goods and eventual liberalisation of trade in services, encourage economic, trade and investment relations between them,

    HAVE DECIDED, in pursuit of the above, to conclude the following Agreement (hereinafter called “this Agreement”):

ARTICLE 1
Objectives

1.     The EFTA States and Jordan shall establish a free trade area in accordance with the provisions of the present Agreement.
2.     The objectives of this Agreement, which is based on trade relations between market economies and on the respect of democratic principles and human rights, are:
(a)    to promote, through the expansion of reciprocal trade, the harmonious development of the economic relations between the EFTA States and Jordan and thus to foster in the EFTA States and in Jordan the advance of economic activity, the improvement of living and employment conditions, and increased productivity and financial stability;
(b)    to provide fair conditions of competition for trade between the Parties;
(c)    to contribute in this way, by the removal of barriers to trade, to Euro-Mediterranean economic integration and to the harmonious development and expansion of world trade;
(d)    to foster the development of balanced economic relations between the parties through co-operation.

ARTICLE 2
Scope

    This Agreement shall apply:
(a)    to products falling within Chapters 25 to 97 of the Harmonized Commodity Description and Coding System (HS), excluding the products listed in Annex I;
(b)    to products specified in Protocol A, with due regard to the arrangements provided for in that Protocol;
(c)    to fish and other marine products as provided for in Annex II;
originating in an EFTA State or Jordan.

ARTICLE 3
Economic co-operation and technical
and financial assistance

1.     The Parties declare their readiness to foster economic co-operation, in accordance with national policy objectives, noting that particular attention should be given to sectors facing difficulties in Jordan's process of structural adjustment to the liberalisation of its economy.
2.     In order to facilitate the implementation of this Agreement the Parties shall agree upon appropriate modalities for technical and financial assistance and co-operation of their respective authorities in particular in the field of intellectual property, customs matters, technical regulations and other fields, where the necessity arises. To this end, they shall co-ordinate efforts with relevant international organisations.

ARTICLE 4
Rules of origin and co-operation
in customs administration

1.     Protocol B lays down the rules of origin and methods of administrative co-operation.
2.     The Parties shall take appropriate measures, including reviews by the Joint Committee and arrangements for administrative co-operation, to ensure that the provisions of Articles 5, 7 , 8 , 9 , 14 and 23  of this Agreement and Protocol B are effectively and harmoniously applied, and to reduce, as far as possible, the formalities imposed in trade, and to achieve mutually satisfactory solutions to any difficulties arising from the operation of those provisions.
3.     On the basis of the reviews referred to in paragraph 2, the Parties shall decide on the appropriate measures to be taken.

ARTICLE 5
Customs duties on imports and charges
having equivalent effect

1.     No new customs duty on imports or charges having equivalent effect shall be introduced in trade between the EFTA States and Jordan.
2.     The Parties shall abolish on the date of entry into force of this Agreement all customs duties on imports and any charges having equivalent effect on products originating in an EFTA State or Jordan, except as provided for in Annex III.

ARTICLE 6
Basic duties

1.     For each product the basic duty to which the successive reductions set out in this Agreement are to be applied, shall be the most-favoured-nation rate of duty applied on 2 April 2000.
2.     If, before, by or after entry into force of this Agreement, any tariff reduction is applied on an erga omnes basis, in particular reductions in accordance with the commitments resulting from the Uruguay Round and from the accession of Jordan to the WTO, such reduced duties shall replace the basic duties referred to in paragraph 1 as from the date when such reductions are applied, or from the date of entry into force of this Agreement if this is later.
3.     The reduced duties calculated in accordance with Annex III shall be applied rounded to the first decimal place or, in case of specific duties, to the second decimal place.

ARTICLE 7
Customs duties of a fiscal nature

    The provisions of Article 5 shall also apply to customs duties of a fiscal nature.

ARTICLE 8
Customs duties on exports and charges
having equivalent effect

1.     No new customs duty on exports or charges having equivalent effect shall be introduced in trade between the EFTA States and Jordan.
2.     The EFTA States and Jordan shall abolish on the date of entry into force of this Agreement all customs duties on exports and any charges having equivalent effect, except as provided for in Annex IV.

ARTICLE 9
Quantitative restrictions on imports or exports
and measures having equivalent effect

1.     No new quantitative restriction on imports or exports and measures having equivalent effect shall be introduced in trade between the EFTA States and Jordan.
2.     The EFTA States and Jordan shall abolish on the date of entry into force of this Agreement quantitative restrictions on imports or exports and measures having equivalent effect, except as provided for in Annex V.

ARTICLE 10
General exceptions

    This Agreement shall not preclude prohibitions or restrictions on imports, exports or goods in transit justified on grounds of public morality, public policy or public security; the protection of health and life of humans, animals or plants and the environment; the protection of national treasures possessing artistic, historic or archaeological value; the protection of intellectual property; rules relating to gold or silver; or the conservation of exhaustible natural resources, if such measures are made effective in conjunction with restrictions on domestic production or consumption. Such prohibitions or restrictions shall not, however, constitute a means of arbitrary discrimination or a disguised restriction on trade between the Parties.

ARTICLE 11
State monopolies

    The EFTA States and Jordan shall progressively adjust, with the exceptions laid down in Protocol C, without prejudice to their commitments respectively taken or to be taken under the General Agreement on Tariffs and Trade 1994 (hereinafter “the GATT 1994”), any state monopolies of a commercial character, so as to ensure that, by the end of the fifth year following the entry into force of this Agreement, no discrimination regarding the conditions under which goods are procured and marketed exists between nationals of the EFTA States and Jordan. The Joint Committee will be informed about the measures adopted to implement this objective.

ARTICLE 12
Technical regulations

1.     The Parties shall co-operate in the field of technical regulations, standards and conformity assessment; and through appropriate measures promote international solutions. The Joint Committee shall establish guidelines for the implementation of this paragraph.
2.     The Parties agree to hold immediate consultations in the framework of the Joint Committee in case a Party considers that another Party has taken measures which are likely to create, or have created, a technical obstacle to trade as defined in the WTO Agreement on Technical Barriers to Trade, in order to find an appropriate solution.
3.     The Parties' obligations to notify technical regulations shall be governed by the provisions of the WTO Agreement on Technical Barriers to Trade.


ARTICLE 13
Trade in agricultural products

1.     The Parties declare their readiness to foster, in so far as their agricultural policies allow, harmonious development of trade in agricultural products.

2.     In pursuance of this objective each individual EFTA State and Jordan concluded a bilateral arrangement providing for measures to facilitate trade in agricultural products.
3.     The Parties shall apply their regulations in sanitary and phytosanitary matters in a non-discriminatory fashion and shall not introduce any new measures that have the effect of unduly obstructing trade.

ARTICLE 14
Internal taxation and regulations

1.     The Parties commit themselves to apply any internal taxes and other charges and regulations in accordance with Article III of the GATT 1994 and other relevant WTO Agreements.
2.     Exporters may not benefit from repayment of internal taxation in excess of the amount of direct or indirect taxation imposed on products exported to the territory of one of the Parties.

ARTICLE 15
Payments and Transfers

1.     Payments relating to trade between an EFTA State and Jordan and the transfer of such payments to the territory of the Party where the creditor resides, shall be free from any restrictions.
2.     The Parties shall refrain from any currency exchange or administrative restrictions on the grant, repayment or acceptance of short and medium-term credits covering commercial transactions in which a resident participates.

3.     No restrictive measures shall apply to transfers related to investments and in particular to the repatriation of amounts invested or reinvested and of any kind of revenues stemming therefrom.


ARTICLE 16
Public procurement

1.     The Parties consider the effective liberalisation of their respective public procurement markets on the basis of non-discrimination and reciprocity, as an integral objective of this Agreement.
2.     To this effect, the Parties shall elaborate rules within the framework of the Joint Committee with a view to ensuring such liberalisation. Due account shall be given to developments under the auspices of the WTO.
3.     The Parties concerned shall endeavour to accede to the WTO Agreement on Government Procurement.

ARTICLE 17
Protection of intellectual property

1.     The Parties shall grant and ensure adequate, effective and non-discriminatory protection of intellectual property rights, and provide for measures for the enforcement of such rights against infringement thereof, counterfeiting and piracy, in accordance with the provisions of this Article, Annex VI to this Agreement and the international agreements referred to therein.
2.     The Parties shall accord to each others' nationals treatment no less favourable than that they accord to their own nationals. Exemptions from this obligation must be in accordance with the substantive provisions of Article 3 of the Agreement on Trade-Related Aspects of Intellectual Property Rights (hereinafter “the TRIPS Agreement”).
3.     The Parties shall grant to each others' nationals treatment no less favourable than that accorded to nationals of any other State. In accordance with Article 4, paragraph (d) of the TRIPS Agreement, any advantage, favour, privilege or immunity deriving from international agreements in force before this Agreement and notified to the other Parties at the latest six months after the entry into force of this Agreement, shall be exempted from this obligation, provided that it does not constitute an arbitrary or unjustifiable discrimination of nationals of the other Parties. The Parties shall be exempted from the notification if they have already made such notification to the TRIPS Council. Exemptions from this obligation must be in accordance with the substantive provisions of the TRIPS Agreement, in particular Articles 4 and 5 thereof.


4.     The Parties agree, upon request of any Party, to review the provisions on the protection of intellectual property rights contained in the present Article and in Annex VI, with a view to further improve levels of protection and to avoid or remedy trade distortions caused by actual levels of protection of intellectual property rights.

ARTICLE 18
Rules of competition concerning undertakings

1.     The following are incompatible with the proper functioning of this Agreement in so far as they may affect trade between an EFTA State and Jordan:
(a)    all agreements between undertakings, decisions by associations of undertakings and concerted practices between undertakings which have as their object or effect the prevention, restriction or distortion of competition;
(b)    abuse by one or more undertakings of a dominant position in the territories of the Parties as a whole or in a substantial part thereof.
2.     The provisions of paragraph 1 shall also apply to the activities of public undertakings, and undertakings for which the Parties grant special or exclusive rights, in so far as the application of these provisions does not obstruct the performance, in law or in fact, of the particular tasks assigned to them.
3.     If a Party, within five years after the date of entry into force of this Agreement, considers that a given practice referred to in paragraphs 1 and 2 causes, or threatens to cause, serious prejudice to its interest or material injury to its domestic industry, it may take appropriate measures under the conditions and in accordance with the procedures laid down in Article 25.
4.     The Joint Committee shall, taking into account the economic situation of Jordan, decide whether the period referred to in paragraph 3 should be extended for further periods of five years.
5.     Without prejudice to paragraph 4, following the expiry of the period set out in paragraph 3, a Party that considers that a given practice is incompatible with the provisions of paragraphs 1 and 2 may take appropriate measures under the conditions and in accordance with the procedures laid down in Article 25.

ARTICLE 19
Subsidies

1.     The rights and obligations of the Parties' relating to subsidies and countervailing measures shall be governed by Article XVI of the GATT 1994 and the WTO Agreement on Subsidies and Countervailing Measures, except as otherwise provided in this Article.
2.     The Parties shall ensure transparency of subsidy measures by exchanging their annual notifications to the WTO pursuant to Article XVI:1 of the GATT 1994 and Article 25 of the WTO Agreement on Subsidies and Countervailing Measures.

3.     Before an EFTA State or Jordan, as the case may be, initiates an investigation to determine the existence, degree and effect of any alleged subsidy in Jordan, or in an EFTA State, as provided for in Article 11 of the Agreement on subsidies and countervailing measures, the Party considering initiating an investigation shall notify in writing the Party whose goods are subject to investigation and allow for a 45 day period of consultations from the receipt of notification with a view to finding a mutually acceptable solution. The consultations shall take place in the Joint Committee, if any Party so requests, within 20 days from the receipt of the notification.

ARTICLE 20
Dumping

    If an EFTA State finds that dumping within the meaning of Article VI of the GATT 1994 is taking place in trade with Jordan, or if Jordan finds that dumping within this meaning is taking place in trade with an EFTA State, the Party concerned may take appropriate measures against this practice in accordance with the Agreement on Implementation of Article VI of the GATT 1994 and with the procedure laid down in Article 25.

ARTICLE 21
Emergency action on imports
of particular products

    Where any product is being imported in such increased quantities and under such conditions as to cause, or threaten to cause:
(a)    serious injury to domestic producers of like or directly competitive products in all or part of the territory of one of the Parties, or

(b)    serious disturbances in any sector of the economy,
the Party concerned may take appropriate measures under the conditions and in accordance with the procedure laid down in Article 25.


ARTICLE 22
Structural adjustment

1.     Exceptional measures of limited duration which derogate from the provisions of Article 4 may be taken by Jordan in the form of an increase or reintroduction of customs duties.
2.     These measures may only concern infant industries, or certain sectors undergoing restructuring or facing serious difficulties, particularly where these difficulties produce major social problems.

3.     After the introduction of these measures, the total ad valorem customs duties applicable in Jordan to products originating in the EFTA States may not exceed 25% and shall maintain an element of preference for products originating in the EFTA States. The total yearly average value of imports of the products which are subject to these measures may not exceed 20% of the total yearly average value of imports of industrial products originating in the EFTA States during the last three years for which statistics are available.
4.     These measures shall be applied for a period not exceeding five years unless a longer duration is authorized by the Joint Committee. They shall cease to apply at the latest on the expiry of the maximum transitional period of twelve years.
5.     No such measures may be introduced in respect of a product if more than four years have elapsed since the elimination of all duties and quantitative restrictions or charges or measures having equivalent effect concerning that product.
6.     Jordan shall inform the Joint Committee of any exceptional measures it intends to take and, at the request of the EFTA States, consultations shall be held on such measures and the sectors to which they apply before they are implemented. When taking such measures Jordan shall provide the Joint Committee with a timetable for the elimination of the customs duties introduced under this Article. This timetable shall provide for a phasing out of these duties in equal annual instalments starting at the latest two years after their introduction. The Joint Committee may decide on a different timetable.
7.     By way of derogation from paragraph 5 of this Article, the Joint Committee may exceptionally, in order to take account of the difficulties involved in setting up a new industry and when certain sectors are undergoing restructuring or facing serious difficulties, authorize Jordan to maintain the measures already taken pursuant to paragraph 1 for a maximum period of three years beyond the twelve-year transitional period.

ARTICLE 23
Re-export and serious shortage

    Where compliance with the provisions of Articles 8 and 9 leads to:
(a)    re-export to a third country against which the exporting Party maintains, for the product concerned, quantitative export restrictions, export duties or measures or charges having equivalent effect; or

(b)    a serious shortage, or threat thereof, of a product essential to the exporting Party;

and where the situations referred to above give rise or are likely to give rise to major difficulties for the exporting Party, that Party may take appropriate measures under the conditions and in accordance with the procedures laid down in Article 25. The measures shall be non-discriminatory and be eliminated when conditions no longer justify their maintenance.

ARTICLE 24
Balance of payments difficulties

1.     The Parties shall endeavour to avoid the imposition of restrictive measures for balance of payments purposes.
2.     A Party in serious balance of payments difficulties, or under imminent threat thereof, may, in accordance with the conditions established under the GATT 1994 and the Understanding on the Balance-of-Payments Provisions of the GATT 1994, adopt trade restrictive measures, which shall be of limited duration and non-discriminatory, and may not go beyond what is necessary to remedy the balance of payments situation. Preference shall be given to price-based measures which shall be progressively relaxed as balance of payments conditions improve and eliminated when conditions no longer justify their maintenance. The EFTA State or Jordan, as the case may be, shall inform the other Parties and the Joint Committee forthwith, if possible, prior to their introduction and shall provide a time schedule for their removal. The Joint Committee shall, upon the request of any other Party, examine the need for maintaining the measures taken.




ARTICLE 25
Procedure for the application
of safeguard measures

1.     Before initiating the procedure for the application of safeguard measures set out in the following paragraphs, the Parties shall endeavour to solve any differences between them through direct consultations, and inform the other Parties thereof.
2.     Without prejudice to paragraph 6, a Party which considers resorting to safeguard measures shall promptly notify the other Parties and the Joint Committee thereof and supply all relevant information. Consultations between the Parties shall take place without delay in the Joint Committee with a view to finding a commonly acceptable solution.

3. (a) As regards Articles 18 the Parties concerned
    shall give to the Joint Committee all the assistance required in order to examine the case and, where appropriate, eliminate the practice objected to. If the Party in question fails to put an end to the practice objected to within the period fixed by the Joint Committee or if the Joint Committee fails to reach an agreement after consultations, or after thirty days following referral for such consultations, the Party concerned may adopt the appropriate measures to deal with the difficulties resulting from the practice in question.
(b)    As regards Article 20, the exporting Party shall be informed of the dumping case as soon as the authorities of the importing Party have initiated an investigation. Where no end has been put to the dumping within the meaning of Article VI of the GATT 1994 or no other satisfactory solution has been reached within 30 days of the notification being made, the importing Party may adopt appropriate measures.
(c)    As regards Article 21 and 23, the Joint Committee shall examine the case or the situation and may take any decision needed to put an end to the difficulties notified by the Party concerned. In the absence of such a decision within thirty days of the matter being referred to the Joint Committee, the Party concerned may adopt the measures necessary in order to remedy the situation.
(d)    As regards Article 32, the Party concerned shall supply the Joint Committee with all relevant information required for a thorough examination of the situation with a view to seeking a commonly acceptable solution. If the Joint Committee fails to reach such a solution or if a period of ninety days has elapsed from the date of notification, the Party concerned may take appropriate measures.
4.    The safeguard measures taken shall be notified immediately to the Parties and to the Joint Committee. They shall be restricted with regard to their extent and to their duration to what is strictly necessary in order to rectify the situation giving rise to their application and shall not be in excess of the injury caused by the practice or the difficulty in question. Priority shall be given to such measures that will least disturb the functioning of this Agreement. The measures taken by Jordan against an action or an omission of an EFTA State may only affect the trade with that State. The measures taken against an action or omission of Jordan may only be taken by that or those EFTA States the trade of which is affected by the said action or omission.
5.    The safeguard measures taken shall be the object of regular consultations within the Joint Committee with a view to their relaxation, substitution or abolition, when conditions no longer justify their maintenance.
6.    Where exceptional circumstances requiring immediate action make prior examination impossible, the Party concerned may, in the cases of Articles 20, 21 and 23 apply forthwith the precautionary and provisional measures strictly necessary to remedy the situation. The measures shall be notified without delay and consultations between the Parties shall take place as soon as possible within the Joint Committee.

ARTICLE 26
Security exceptions

    Nothing in this Agreement shall prevent a Party from taking any measures which it considers necessary:
(a)    to prevent the disclosure of information contrary to its essential security interests;

(b)    for the protection of its essential security interests or for the implementation of international obligations or national policies
    (i)    relating to the traffic in arms, ammunition and implements of war, provided that such measures do not impair the conditions of competition in respect of products not intended for specifically military purposes, and to such traffic in other goods, materials and services as is carried on directly or indirectly for the purpose of supplying a military establishment; or
    (ii)    relating to the non-proliferation of biological and chemical weapons, nuclear weapons or other nuclear explosive devices; or
    (iii)    taken in time of war or other serious international tension.

ARTICLE 27
Evolutionary clause

1.     The Parties undertake to review the present Agreement in light of further developments in international economic relations, i.a. in the framework of the WTO and to examine in this context, and in the light of any relevant factor, the possibility of further developing and deepening the co-operation under this Agreement and to extend it to areas not covered therein. The Parties may instruct the Joint Committee to examine this possibility and, where appropriate, to make recommendations to them, particularly with a view to opening up negotiations.

2.     Agreements resulting from the procedure referred to in paragraph 1 will be subject to ratification or approval by the Parties in accordance with their own procedures.


ARTICLE 28
Services and Investments

1.     The Parties recognise the growing importance of certain areas, such as services and investments. In their efforts to gradually develop and broaden their co-operation, in particular in the context of Euro-Mediterranean integration, they will co-operate with the aim of further promoting investments and achieving a gradual liberalization and mutual opening of markets for trade in services, taking into account on-going work under the auspices of the WTO.
2.     The EFTA States and Jordan shall review developments in the services sectors with a view to considering liberalisation measures between the parties.
3.     The EFTA States and Jordan will discuss this co-operation in the Joint Committee with the aim of developing and deepening their relations under this Agreement.

ARTICLE 29
The Joint Committee

1.     The implementation of this Agreement shall be supervised and administered by a Joint Committee, consisting of the representatives of the Parties, which shall simultaneously act under the Declaration signed in Geneva in June 1997.
2.     For the purpose of the proper implementation of this Agreement, the Parties shall exchange information and, at the request of any Party, shall hold consultations within the Joint Committee. The Joint Committee shall keep under review the possibility of further removal of the obstacles to trade and further cooperation under this Agreement.
3.     The Joint Committee may take decisions in the cases provided for in this Agreement. On other matters the Joint Committee may make recommendations.

ARTICLE 30
Procedures of the Joint Committee

1.     For the proper implementation of this Agreement the Joint Committee shall meet whenever necessary but normally once a year. Each Party may request that a meeting be held.

2.     The Joint Committee shall act by common agreement.
3.     If a representative in the Joint Committee of a Party has accepted a decision subject to the fulfilment of constitutional requirements, the decision shall enter into force, if no later date is contained therein, on the date the lifting of the reservation is notified.
4.     For the purpose of this Agreement the Joint Committee shall adopt its rules of procedure which shall, inter alia, contain provisions for convening meetings and for the designation of the Chairman and his/her term of office.
5.     The Joint Committee may decide to set up such sub-committees and working parties as it considers necessary to assist it in accomplishing its tasks.

ARTICLE 31
Dispute Settlement Procedure

1.     The Parties shall at all times endeavour to agree on the interpretation and application of this Agreement, and shall make every attempt through co-operation and consultations to arrive at a mutually satisfactory resolution of any matter that might affect its operation.
2.     Any Party may request in writing consultations with any other Party regarding any actual or proposed measure or any other matter that it considers might affect the operation of this Agreement. The Party requesting consultations shall at the same time notify the other Parties in writing thereof and supply all relevant information.

3.     The consultations shall take place in the Joint Committee if any of the Parties so request within 20 days from the receipt of the notification referred to in paragraph 2, with a view to find a commonly acceptable solution.
4.     Disputes between the Parties, relating to the interpretation of rights and obligations of the Parties, which have not been settled through direct consultations or in the Joint Committee within 90 days, from the date of the receipt of the request for consultations, may be referred to arbitration by one or more Parties to the dispute by means of a written notification addressed to the Party complained against. A copy of this notification shall be communicated to all Parties.
5.     The constitution and functioning of the arbitral tribunal is governed by Annex VII.
6.     The arbitral tribunal shall settle the dispute in accordance with the provisions of this Agreement, interpreted and applied in accordance with the customary rules of interpretation of public international law.
7.     The award of the arbitral tribunal shall be final and binding upon the Parties to the dispute.

ARTICLE 32
Fulfilment of obligations

1.     The Parties shall take all necessary measures to ensure the achievement of the objectives of this Agreement and the fulfilment of their obligations under this Agreement.
2.     If an EFTA State considers that Jordan has, or if Jordan considers that an EFTA State has failed to fulfil an obligation under this Agreement, the Party concerned may take the appropriate measures under the conditions and in accordance with the procedures laid down in Article 25.

ARTICLE 33
Annexes and Protocols

    The Annexes and the Protocols to this Agreement are an integral part of it. The Joint Committee may decide to amend the Annexes and Protocols.


ARTICLE 34
Trade and economic relations
governed by this Agreement

    This Agreement applies to trade and economic relations between, on the one side, the individual EFTA States and, on the other side, Jordan, but not to the trade relations between individual EFTA States, except if otherwise provided for in this Agreement.

ARTICLE 35
Territorial application

    This Agreement shall apply to the territories of the Parties except as provided for in Protocol D.

ARTICLE 36
Customs unions, free trade areas, frontier trade and other preferential agreements

    This Agreement shall not prevent the maintenance or establishment of customs unions, free trade areas, arrangements for frontier trade and other preferential agreements to the extent that these do not negatively affect the trade regime provided for by this Agreement.

ARTICLE 37
Amendments

1.     Amendments to this Agreement other than those referred to in Article 33 shall, after approval by the Joint Committee, be submitted to the Parties for acceptance, ratification or approval.
2.     Unless otherwise agreed by the Parties, amendments shall enter into force on the first day of the third month following the deposit of the last instrument of ratification, acceptance or approval.
3.     The text of the amendments as well as the instruments of acceptance shall be deposited with the Depositary.

ARTICLE 38
Accession

1.     Any State, Member of the European Free Trade Association, may accede to this Agreement, provided that the Joint Committee decides to approve its accession, to be negotiated between the acceding State and the Parties concerned, on such terms and conditions as may be set out in that decision. The instrument of accession shall be deposited with the Depositary.
2.     In relation to an acceding State, this Agreement shall enter into force on the first day of the third month following the deposit of its instrument of accession.

ARTICLE 39
Withdrawal and expiration

1.     Each Party may withdraw therefrom by means of a written notification to the Depositary. The withdrawal shall take effect six months after the date on which the notification is received by the Depositary.
2.     If Jordan withdraws, this Agreement shall expire at the end of the notice period, and if all EFTA States withdraw it shall expire at the end of the latest notice period.

3.     Any EFTA Member State which withdraws from the Convention establishing the European Free Trade Association shall ipso facto on the same day as the withdrawal takes effect cease to be a Party to this Agreement.

ARTICLE 40
Entry into force

1.     This Agreement shall enter into force on 1 January 2002 in relation to those Signatories which by then have deposited their instruments of ratification or acceptance with the Depositary, provided that Jordan has deposited its instrument of ratification or acceptance.
2.     In relation to a Signatory depositing its instrument of ratification or acceptance after 1 January 2002, this Agreement shall enter into force on the first day of the third month following the deposit of its instrument, provided that in relation to Jordan this Agreement enters into force at the latest on the same date.
3.     Any Signatory may already at the time of signature declare that, during an initial phase, it shall apply this Agreement provisionally, if this Agreement cannot enter into force in relation to that Signatory by 1 January 2002. For an EFTA State provisional application is only possible provided that in relation to Jordan this Agreement has entered into force, or that Jordan is applying this Agreement provisionally.

ARTICLE 41
Depositary

    The Government of Norway shall act as Depositary.

    IN WITNESS WHEREOF the undersigned plenipotentiaries, being duly authorized thereto, have signed the present Agreement.
    Done at Vaduz, this 21st of June 2001, in a single authentic copy in the English language which shall be deposited with the Government of Norway. The Depositary shall transmit certified copies to all Signatory States, and States acceding to this Agreement.