Vísinda- og tækniráð

Miðvikudaginn 22. janúar 2003, kl. 13:33:12 (2866)

2003-01-22 13:33:12# 128. lþ. 62.1 fundur 336. mál: #A Vísinda- og tækniráð# frv. 2/2003, EMS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 62. fundur, 128. lþ.

[13:33]

Einar Már Sigurðarson (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Vegna þeirra þriggja dagskrárliða sem eru hér fyrst á dagskrá og atkvæðagreiðslu sem tengist þeim vil ég gera grein fyrir því hvernig þingmenn Samfylkingarinnar munu greiða atkvæði.

Við höfum í umræðum og í nál. gert grein fyrir því að við höfum ýmislegt við þessi mál að athuga. Við teljum að ýmislegt mætti þar betur fara, t.d. væri eðlilegra að þetta væri í einni rammalöggjöf, að afskipti stjórnvalda af málinu séu í raun of mikil, fyrirmyndin frá Finnlandi eigi ekki að öllu leyti við og síðast en ekki síst skorti það fjármagn sem í raun er nauðsyn til þess að ná þessum málum fram.

Hins vegar er rétt að taka fram að í meðförum þingsins á málunum frá því að þau voru fyrst lögð fram á Alþingi hafa margar breytingar verið gerðar sem flestar og nær allar eru til bóta.

Ljóst er að þessi mál eru alfarið á ábyrgð ríkisstjórnarflokkanna og þess vegna, eins og segir í nál. okkar, munum við ekki styðja málin. Við munum hins vegar sitja hjá við atkvæðagreiðslu.