Þingvellir

Miðvikudaginn 22. janúar 2003, kl. 14:58:59 (2901)

2003-01-22 14:58:59# 128. lþ. 63.2 fundur 111. mál: #A Þingvellir# fsp. (til munnl.) frá forsrh., BBj
[prenta uppsett í dálka] 63. fundur, 128. lþ.

[14:58]

Björn Bjarnason:

Herra forseti. Ég þakka hv. fyrirspyrjanda fyrir að vekja máls á þessu máli. Það er alveg á lokastigi og í næstu viku verður væntanlega tilkynnt um það af hálfu Þingvallanefndar og forsrn. að umsóknin varðandi Þingvelli á heimsminjaskránni sé tilbúin og hún verði lögð fram, eins og að er stefnt, fyrir 1. febrúar nk. Það hefur verið unnið að málinu núna á undanförnum vikum, það er komið á lokastig og ég á von á því að í næstu viku verði kynnt af hálfu nefndarinnar og forsrn. að umsóknin verði lögð fram. Þetta mál er, eins og hv. þm. Össur Skarphéðinsson nefndi, á forræði Þingvallanefndar og engin spurning um að það þarf atbeina nefndarinnar til þess að þessi umsókn hafi lögmætt gildi.