Greiðslur Íslands til ESB

Mánudaginn 27. janúar 2003, kl. 15:18:40 (3029)

2003-01-27 15:18:40# 128. lþ. 65.1 fundur 371#B greiðslur Íslands til ESB# (óundirbúin fsp.), utanrrh.
[prenta uppsett í dálka] 65. fundur, 128. lþ.

[15:18]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Ég sagði í svari mínu að það færi að sjálfsögðu eftir því hvaða forsendur menn gæfu sér um útkomuna og það er hægt að gefa sér margvíslegar forsendur. Þetta er ekki spurningin um það hvort menn eru sammála um þessa útreikninga heldur er spurningin hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar. Ég svaraði því alveg skýrt. Það færi eftir því hvaða forsendur menn gæfu sér um hvað eru líklegir styrkir til landbúnaðar, hvað eru líklegir styrkir til byggða. Það fer líka eftir því hvernig menn meta núverandi tolla. Þetta eru atriði sem skipta meginmáli, og vonandi koma í ljós á næstunni betri forsendur fyrir aðila til þess að meta þessa hluti betur því að við erum í betri færum um það eftir að ákvörðun var tekin um stækkun Evrópusambandsins í desember, við höfum því miklu betri forsendur til að meta þessi mál.