Álbræðsla á Grundartanga

Fimmtudaginn 06. mars 2003, kl. 16:48:39 (4503)

2003-03-06 16:48:39# 128. lþ. 90.4 fundur 671. mál: #A álbræðsla á Grundartanga# (stækkun, skattlagning) frv. 85/2003, heilbrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 128. lþ.

[16:48]

Heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er eitt atriði sem ég vil taka sérstaklega fram varðandi afstöðu Landsvirkjunar til Kvíslaveitu 6 á sínum tíma. Það mál var uppsett undir allt öðrum formerkjum en nú blasa við eftir úrskurð minn. Það mál var til umræðu þegar áætlunin var að fara inn í Þjórsárver með uppistöðulón og sótt var um það sem sjálfstæða framkvæmd á sínum tíma. Þetta er hins vegar hluti af framkvæmdinni við Þjórsárver. Þessi stækkun setlónsins, að veita úr því austur í Þjórsárlón og að veita því niður í efsta hluta veranna, er mótvægisaðgerð. Sérfræðingar mínir fóru mjög rækilega yfir þetta og lykilatriði í þessu öllu saman er að þetta er stórlega jákvætt fyrir umhverfið. Úrskurðurinn um grunnvatnsstöðuna er algjört lykilatriði í málinu. Það er algjört lykilatriði að snerta ekki friðlandið og breyta ekki náttúrufari eða líffræðilegri fjölbreytni þess. Það er alveg lykilatriðið í þessum úrskurði. Auðvitað þarf að standa við hann, það er ekkert annað í mínum huga með það.