Samþjöppun í útgerð og fiskvinnslu

Mánudaginn 07. október 2002, kl. 15:34:32 (281)

2002-10-07 15:34:32# 128. lþ. 5.2 fundur 149#B samþjöppun í útgerð og fiskvinnslu# (óundirbúin fsp.), JB
[prenta uppsett í dálka] 5. fundur, 128. lþ.

[15:34]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Sem betur fer hefur Alþingi örlítið snarpari sýn á þessu heldur en hæstv. sjútvrh. og skerpti á þeim tillögum sem hæstv. ráðherra hafði lagt fram.

Ég vil benda hæstv. sjútvrh. á hvað er að gerast í sjávarplássunum vítt og breitt um landið. Það sem er að gerast á Vestfjörðum, Vesturlandi nú síðast á Akranesi, að forsjá heimaaðila hverfur þar á þeim fiskveiðiheimildum sem tilheyrðu heimaaðilum í hendur eins stórfyrirtækis. Það má vel vera að það gangi um tíma en óöryggið sem byggðarlögin búa við eykst með slíkum aðgerðum. Ég skora á hæstv. sjútvrh. að taka þá á með Alþingi um að snerpa þessar reglur á ný.