Fjármálafyrirtæki

Föstudaginn 01. nóvember 2002, kl. 14:47:06 (940)

2002-11-01 14:47:06# 128. lþ. 20.5 fundur 215. mál: #A fjármálafyrirtæki# (heildarlög) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 20. fundur, 128. lþ.

[14:47]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef ekkert í sjálfu sér velt því mjög mikið fyrir mér. Þó hef ég séð eins og aðrir að úttektir sem unnar hafa verið hafa hnigið í þá átt að ef evra yrði tekin upp hér þá mundu vextir lækka. Ég býst við að það sé allt vel úthugsað og það séu ákveðin vísindi og í rauninni skiljanlegt miðað við það að við erum lítið hagkerfi. Hins vegar munum við ekki taka upp evruna öðruvísi en að ganga í Evrópusambandið og það er mjög stór spurning sem ég er ekki tilbúin að svara á þessari stundu hvort er rétt að gera.