Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 11:02:53 (2270)

2002-12-06 11:02:53# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., JóhS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[11:02]

Jóhanna Sigurðardóttir:

Herra forseti. Í þessari sundurliðun í tölul. 4.4.1 er um að ræða hækkun á stimpilgjöldum en með þeirri tillögu er fallið frá því að stíga fyrsta áfanga í að lækka stimpilgjöld sem hefðu skilað sér mjög vel, sérstaklega til einstaklinga og lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Þetta er ranglátur skattur sem leggst þungt á fólk í fjárhagsþröng og þyngra á lítil fyrirtæki en stór og veikir samkeppnisstöðu fyrirtækja gagnvart erlendum fyrirtækjum. Skatturinn er líka ósanngjarn gagnvart þeim sem eru að koma sér þaki yfir höfuðið.

Samfylkingin vísar allri ábyrgð á þessari skattahækkun á ríkisstjórnina.