Fjárlög 2003

Föstudaginn 06. desember 2002, kl. 11:39:08 (2292)

2002-12-06 11:39:08# 128. lþ. 48.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 2003# frv., EMS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 48. fundur, 128. lþ.

[11:39]

Einar Már Sigurðarson:

Herra forseti. Lengi hefur verið nokkur fjárhagslegur vandi í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri ásamt fleiri sjúkrastofnunum. Nú hefur verið tekið á vanda Landspítala -- háskólasjúkrahúss. Því er óskiljanlegt að ekki skuli hið sama gilda um Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.

Hér er tillaga um að gengið verði í þá átt að bæta fjárhagsstöðu sjúkrahússins. Það er sérkennilegt að þrátt fyrir að tekið hafi verið á vandanum á Landspítala -- háskólasjúkrahúsi þá hafa engar skýringar fengist á því hvernig á því standi að ekki gildi hið sama um Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri.